föstudagur, 9. júlí 2010

MEÐ GÚRKUR OG PAUL SIMON Á HEILANUM!


Albert Jakob Schmidt (37):

MEÐ GÚRKUR OG PAUL SIMON Á HEILANUM!

Art hver?

Albert Jakob segir ekkert betra en að snæða agúrkur og hlusta á Paul Simon, en hann vill ekkert af Art Garfunkel vita.

SNAR OG SNÖGGUR:
Albert Jakob hlustar bara á vinylplötur og segir að stafræn tækni sé ekki gerð fyrir hið mannlega eyra.

Gúrka! "Það jafnast einfaldlega ekkert á við það að koma heim í holuna sína með fullan poka af agúrkum og setja Paul Simon á fóninn - það er það besta í heimi," segir Albert Jakob sem á þýskan föður og móður frá Hvammstanga. Hann hefur þó aldrei getað sætt sig við Art Garfunkel.
"Nei, maður, Art er dauður, Art er dauður. Hann hef ég aldrei fílað, alltof væmin fyrir minn smekk. Ég hlusta eingöngu á lög sem Paul Simon hefur bæði samið og sungið."
En hvert er hans uppáhaldslag með Paul Simon?
"Þetta er nú eins og að velja á milli barnanna sinni, þó ég eigi reyndar engin börn og hafi ekki fengið drátt síðan í starfsmannaferð ÍSAL í Þórsmörk sumarið 1992. En ég verð samt að nefna 50 Ways to Leave Your Lover, sem er á plötunni Still Crazy After All These Years. Slip out the back Jack, just throw off the key Lee and get yourself free - þú veist, þú kannast við þetta?" spyr Albert Jakob blaðamann sem getur ekki annað en svarað játandi.
En hvað er með þessa agúrkuást?
"þetta hefur auðvitað ekkert með ást að gera, en samt, ég vil bara ekkert annað en agúrkur, og ég þarf ekkert annað, so why bother?"

TEXTI: BASTIAN SCHWEINSTEIGER
MYND: BJÖRN BLÖNDAL

Engin ummæli: