fimmtudagur, 30. október 2008

Blandaðu saman


Bonnie Tyler og lagið It' s a Heartache, segirðu. Leyfðu mér að hugsa. Jú, svona blanda af Smokey og Rod Stewart. Með pjöllu.


(Höf. Justin B. James)

fimmtudagur, 23. október 2008

Alistair Erlingsson: Saga

Mundi skyndilega eftir Alistair Erlingsson. Móðir hans var íslensk en faðir hans skoskur. Hann ólst að mestu leyti upp í Skotlandi, en lærði íslensku til jafns við ensku. Flutti til Íslands rétt eftir tvítugt, bjó hér í fjögur ár, og heillaðist af íslensku rúgbrauði. Hóf að flytja það út til Skotlands. Réri síðan sjálfur með það frá meginlandinu út á eyju sem ég man ekki lengur hvað heitir. Sagt er að unnið hafi verið þar úr brauðinu lækningaseyði, en því miður veit ég ekki hvaða kvilla það átti að hafa góð áhrif á. Líklega hefur Alistair verið fyrstur manna til að flytja íslenskt rúgbrauð út, til Skotlands.

sunnudagur, 19. október 2008

Loftið var tært

Steig í vitið í dag. Var skemmtileg gönguferð í góðu veðri með syni mínum sem talaði um heima og geima á meðan við mættum hundum og köttum og töluðum í risastóran listaverkasíma sem var þó ekki í sambandi. Kipptum okkur ekkert upp við það þarna á Víðistaðatúni heldur héldum ótrauðir áfram upp göngustíginn og komum við í Samkaup og keyptum Púkanammi, sem Valur Áki át með bestu lyst, en einnig kanilsnúða sem ég hitaði í örbylgjuofninum hjá Rúnu ömmu. Og allir voru sáttir. Héldum svo út á róló og þá voru Elísa og Ólöf með. Eltingarleikur, og rólað á fullu. Ég er með strengi í aftanverðunum lærunum. Góður dagur.

laugardagur, 18. október 2008

Drop Dead Gorgeous

Símastaurar hafa lengi heillað mig. Enda næ ég ekki upp í þá. Og vil ekki fá raflost. Hlusta bara á hljómsveitina Republica í staðinn fyrir að príla þetta.

Ps: Hann kallaði á eftir manninum eftirfarandi orð: Hey Bulldog! Maðurinn svaraði: Frábært lag, alltof sjaldan spilað.

Þar með lauk samskiptum þessara tveggja einstaklinga.

Kveðja


Veðrið var svo gott í kvöld að ég sá mér ekki annað fært en að kaupa pensil og dós fulla af gulri málningu.


Ps: samkynhneigdurhommi.blogspot.com

sunnudagur, 12. október 2008

Þegar piparinn kláraðist I

"Hver kýs að föðurhefnd sé með þeim hætti
að fjandmönnum sé fenginn Spánn í hendur."

Ps: Don´t go wasting your emotion, lay all your love on me.

miðvikudagur, 8. október 2008

Valur á afmæli


Í dag fagnar Valur Áki fimm ára afmæli sínu. Orðinn rosa stór og ennþá flottari strákur en hann var, og ég sem hélt að það væri ekki hægt. Til hamingju með daginn elsku Valur minn.

þriðjudagur, 7. október 2008

big LOG

Hva, eru menn að hlusta á Plantarann? Ha, bara splæst í Big Log - það er naumast. Hvert er tilefnið?

Svosem ekkert tilefni, langaði bara að hlusta á þetta lag. Hlusta stundum á sjálfan mig.

Ég líka. Þetta er gott lag og þess virði að láta undan hugsun.

Já, nú datt mér í hug Gram Parsons.

Mér líka, bara nákvæmlega. Skal veðja að þú varst að hugsa um Dark End of the Street.

Þú lest mig eins og opna bók. Ég er opin bók. Þú ert opin bók.

Gott lag.

mánudagur, 6. október 2008

WALL-E

Sverrir, ég bað þig um að fara út með ruslið fyrir hálftíma. Það er liðinn klukkutími síðan ég bað þig að taka úr þvottavélinni og skella þvottinum í þurrkarann. Sverrir, þú hlýðir engu. Viltu ekki hlýða?

Sverrir, er lengi til svars, en síðar um kvöldið ákveður hann að svara konu sinni með tölvupósti: Nei, ég vil ekki hlýða, það er svo leiðinlegt og niðurlægjandi. Ég vil frekar lesa góða bók, helst ljóðabók eftir Sigurð Pálsson. Hann er uppáhalds ljóskáldið mitt. Uppáhalds íslenska ljóðskáldið mitt. Uppáhalds útlenska ljóðskáldið mitt er Walt Whitman. En uppáhaldsljóðaþýðandinn minn í öllum heiminum er Magnús Ásgeirsson.

Jæja, jæja, var það eina sem heyrðist í konu Sverris þegar hún var búin að lesa tölvupóstinn frá honum. Svo fór hún að ryksuga því saumaklúbburinn var að koma í heimsókn eftir þrjár klukkustundir og þrjá stundarfjórðunga.

miðvikudagur, 1. október 2008

Í næsta herbergi

Má ég gista?
Má ég sofa hjá þér?
Ég skal vera í öllum fötunum.
Ofan á sænginni.
Í næsta herbergi.