
Bonnie Tyler og lagið It' s a Heartache, segirðu. Leyfðu mér að hugsa. Jú, svona blanda af Smokey og Rod Stewart. Með pjöllu.
(Höf. Justin B. James)
Mundi skyndilega eftir Alistair Erlingsson. Móðir hans var íslensk en faðir hans skoskur. Hann ólst að mestu leyti upp í Skotlandi, en lærði íslensku til jafns við ensku. Flutti til Íslands rétt eftir tvítugt, bjó hér í fjögur ár, og heillaðist af íslensku rúgbrauði. Hóf að flytja það út til Skotlands. Réri síðan sjálfur með það frá meginlandinu út á eyju sem ég man ekki lengur hvað heitir. Sagt er að unnið hafi verið þar úr brauðinu lækningaseyði, en því miður veit ég ekki hvaða kvilla það átti að hafa góð áhrif á. Líklega hefur Alistair verið fyrstur manna til að flytja íslenskt rúgbrauð út, til Skotlands.
Símastaurar hafa lengi heillað mig. Enda næ ég ekki upp í þá. Og vil ekki fá raflost. Hlusta bara á hljómsveitina Republica í staðinn fyrir að príla þetta.
"Hver kýs að föðurhefnd sé með þeim hætti
Má ég gista?