miðvikudagur, 9. apríl 2008

kaffi er ekki ljúft - það er beiskt og góður djass er oft gallsúr - gallsúr mjólk er hins vegar viðbjóðsleg


Ég er ekki einn af þeim sem finnst gott að vakna á morgnana við rólega tónlist. Ég vil ekki heyra þægilega rödd á morgnana hljóma í útvarpinu. Oft finnst mér ekkert gott að vakna á morgnana. En ekki alltaf. Eftir kaffi, sem er nauðsynlegt, finnst mér betra að hlusta á gallsúran djass en einhverja ljúfa tóna. Að hlusta á ljúfa tóna í morgunsárið finnst mér svona álíka viturlegt og að ætla að koma sér í gang á morgnana með því að taka inn melatonin. Í morgun í bílnum hljómaði (eftir tvo sterka kaffibolla) Weather Report, diskur sem heitir The Jaco Years. Aaahhh, það var hressandi fyrir hálflamaðan heila minn. Kom gangverkinu (ekki hans Ólafs þó) í sæmilegt stand og ég gat afkastað einhverju í dag. En við erum öll svo ólík þegar á heildina er litið. Góðar stundir.

1 ummæli:

Hjalti sagði...

Öll erum við einstök, sem betur fer. Mig mun dreyma gangverkið hans Ólafs í nótt, nema auðvitað að ég verði andvaka af öllu kaffinu. Ætli súrmjólk sé góð út í kaffið?