mánudagur, 28. apríl 2008

Blaðsíða

Veit ekki hvað ég á að skrifa. Hef ekki látið það eftir mér að skrifa þegar ég hef ekki vitað hvað ég ætti að skrifa. Þangað til nú. Núna skrifa ég þrátt fyrir að vita ekki hvað ég á að skrifa. Skrifa og skrifa einhver orð sem mynda setningar. Til hvers veit ég ekki. En örugglega ekkert að því að skrifa eitthvað þó maður hafi ekkert að segja. Láta bara vaða jafnóðum og detta samt ekkert í hug. Setja bara punkt fyrir aftan setninguna og passa að stafsetning sé í lagi og málfar. Held að hvorutveggja sé nokkurn veginn í lagi. En þið leiðréttið mig bara, gerist þess þörf. Ekki vera feimin við það. Ég móðgast ekki og hugsa nú um ómalbikaða vestfirska vegi. Bændur og girðingarstaura - búfénað og fjós. Hey, áburð og hund að skíta við ljósastaur. Annar hundur sem er með honum leggur þó ekki í að þefa af rassinum á honum alveg strax. Eigandi hundsins er vandræðalegur og þykir mér líklegt að hann sé við nám í Kvikmyndaskóla Íslands. Sá skóli er í sama húsnæði og fyrirtækið sem ég vinn hjá. Er að lesa Óvinafagnað eftir Einar Kárason og er þessa stundina að hugsa um persónur bókarinnar og bardagann við Örlygsstaði. Slátrun. Ætla að halda áfram að lesa í bókinni þegar ég hef lokið við að skrifa þennan pistil sem byrjaði á einhverju en endaði á Einari Kárasyni og Norðurlandi. Yfir og út, Svanur...

3 ummæli:

Hjalti sagði...

Skrif af þessu tagi mætti kalla 'að viðra pennann' ('taking the pen for a walk'). Vonandi mun kvikmyndaskólaneminn fá vinnu á settinu hjá Friðrik Þór þegar loks kemur að því að Óvinafagnaður Einars Kárasonar verður kvikmyndaður. Hlakka til að sjá þá mynd. Ætla að reyna að sníkja mér miða á frumsýninguna og kaupa bíóþrennu. Hvaða gos má bjóða þér? mun stúlkan í sjoppunni spyrja mig. Sprite-zero, segi ég þá, að því gefnu að sá drykkur fáist enn á landinu þegar þar að kemur. Líftími gosdrykkja er nefnilega styttri en maður heldur. Annars skilst mér að það gangi hálfbrösulega að fjármagna kvikmyndun Óvinafagnaðar, ekki síst vegna þess að bandarísku fjárfestarnir eru ekki alveg að kaupa hugmyndina um all grjótkastið í Flóabardaga. Finnst það lítið spennandi bardagaaðferð.

Auk þess fannst mér skrýtið, en þó gaman, að heyra að BSH væri opið á sunnudögum. Var það rétt skilið hjá mér...?

Nafnlaus sagði...

Við förum saman á frumsýninguna. en safnið var ekki opið á sunnudaginn nema fyrir þá sem vildu nýta sér lesstofuna á þriðju hæð. Ég var dyravörður og Matti líka. Sól og bóklestur á launum. Kv, Svanur

Nafnlaus sagði...

Maður á að vinna í vinnunni Svanur! Svona eins og ég.

Kv. MalKal