þriðjudagur, 15. apríl 2008

Crimson & Clover - over and over

Svanur: Telur þú það líklegt að Hnakkamellur leggi sér kjötbollur til munns?

Hjalti: Ekki útilokað. Drekka venjulega diet-kók í gleri með.

Svanur: Ég drekk coke-light og coke-zero í gleri. Hvað segir það um mig.

Hjalti: Ég var alls ekki að meina að þú værir Hnakkamella.

Svanur: Ég er heldur ekki Hnakkamella.

Hjalti: Merkilegt, fyrir sirka viku skrifaði ég þér póst sem endaði á hugleiðingu um að heimsækja Gísla Styff Steiner, Reykjavíkurvegi 1.

Svanur: Þetta er oftast háð vilja. Held því miður að hann hafi viljað þetta þó hann segi annað. Undirliggjandi vandamál sem hann ræður ekki við.

Hjalti: Ég er óttalega lummó og gamaldags í kvöld. Sem ég skrifa þessi orð er ég að borða spagettí bolognese, drekka rauðvín og hlusta á Grieg.

Svanur: Það er bara ekkert að því.

Hjalti: Mig grunaði það.

Svanur: Þakka gott tilboð kæri vinur. En ég sótti kerruna í gær. En gleymdi ég kannski lyklakippu hjá þér?

Hjalti: Á borðinu: Malandi Sony Walkman D-EJ020 beintengdur við hlustirnar á mér (Arturo Benedetti Michelangeli glamrar Debussy á slaghörpuna), eyrnatappar, æpod, kort af Bologna, kort af Feneyjum, útprentaður flugmiði síðan einhvern tímann, tóm vatnsflaska, langt komið Nóasiríus-rjómasúkkulaði, penni, lyklar.

Svanur: Lyklakippa, er það ekki?

Hjalti: Hún er á vísum stað.

5 ummæli:

Hjalti sagði...

Þetta var svei mér góð lesning. Róaði hugann. Hið sama verður aftur á móti ekki sagt um skúringar.

Nafnlaus sagði...

Skúringar eru allt í lagi.
Uppvask er hins vegar skolli pirrandi.

Nafnlaus sagði...

Uppvask róar enn huga minn. En skúringar gera það ekki. Skárra að ryksuga. Leiðinlegast af öllu er þó að ganga frá þvotti. Öllu betra að skella honum í vélina. Kv, Svanur

Hjalti sagði...

Sveimérþá! Hér þykir mér Linda Rós sýna fram á afburðaþekkingu í SMS-fræðum. Augljóst mál að stúlkan er dyggur fylgismaður Sverris skákmanns, og legg ég því til að hún láti oftar í sér heyra á þessum vettvangi.

Nafnlaus sagði...

Tek ég heilshugar undir það. Alltaf gaman að lesa og heyra það sem Linda Rós hefur fram að færa. Viva Sverrir skákmaður og Sigurjón haka! Kv, Svanur