mánudagur, 7. mars 2011

Saga frá/af Röggu (send til mín - takk fyrir Ragga, þú ert skemmtileg) ...



Ragnheiður M. Kristjónsdóttir(38)er megamamma:

FÆDDI KÖTT!

Mjá!

Fiðrildasafnarinn og þverflautleikarinn Ragnheiður hefur marga fjöruna sopið. Þrjátíu og fimm ára hafði hún eignast fjögur börn með fimm mönnum, ferðast til allra heimsálfa og á sjálfan aðfangadag eignaðist hún fimmta afkvæmið; persneskan kött.

STOLT MÓÐIR:
Ragnheiður með nýjasta afkvæminu sem hlotið hefur nafnið Ananas.

FLOTT FJÖLSKYLDA:
Börnin hennar Ragnheiðar eru hæstánægð með bróður sinn – sér í lagi þau yngstu.

Kraftaverk! „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ segir Ragnheiður ringluð en hún fæddi lifandi kött á sjálfan aðfangadag. Ekki er vitað til að nokkur önnur kona hafi leikið þetta eftir og því var Ragnheiður að vonum undrandi þegar hún fæddi fjögurra marka fjörugan kött af persnesku kyni.

„Börnin mín höfðu samt mest gaman af þessu – þau hafa lengi óskað eftir ketti á heimilið,“ segir Ragnheiður sposk og tekur upp prjónana, en hún vill ekki að yngsta afkvæminu, honum Ananas litla, verði kalt í vetrarhörkunum .

Aðspurð segist Ragnheiður ekki vita hver faðirinn er en hún mun eigi að síður fara fram á meðlagsgreiðslur.

TEXTI: BJÖRN BLÖNDAL
MYNDIR: OSCAR TAPIOKA

Engin ummæli: