fimmtudagur, 3. febrúar 2011

New post


(Einu sinni kom Vondi kallinn og sagði að hann ætlaði að taka mig. Ég sagði: Farðu
Vondi kall, þú ert bara vondur. Hann sagði, ha, ha, ég fer ekki neitt. þú ert bara
asni og mamma þín er frönsk. Ég henti í hann sandi og stein og sagði: Já, mamma
mín er frönsk, ég elska hana, og ég er ekki asni, þú ert bara asni sem borðar bara
plastpoka og myglaðar rófur. Þá varð Vondi kallinn reiður og reyndi að taka mig en
ég náði rétt svo að komast undan. Hjúkk. Ég hljóp í burtu en sneri mér
fljótlega við og ullaði á Vonda kallinn og gaf honum fokkmerki.
Þá tók hann upp stóran stein og henti honum beint í hausinn á mér
og hló hátt og mikið og ætlaði að ná í mig en þá kom góður maður aðvífandi og
Vondi kallinn hljóp í burtu, enda var hann alltaf hræddur við góða menn.
Ég fékk stóran skurð á ennið og fór á slysó og þurfti að sauma ellefu spor.
Læknirinn, sem var góður og fallegur, sagði við mig að ég yrði að passa mig á Vonda kallinum,
hann væri svo vondur og ég væri svo góður.
Takk góði læknir sagði ég og var kátur þá stundina)

Engin ummæli: