laugardagur, 5. febrúar 2011
Krydd
"Leikurinn er að byrja," sagði hann og settist í sófann. "Ég held að KR-ingar klári þetta - fari í úrslitin og verði loksins bikarmeistar í ár. Það eru orðin tuttugu ár síðan þeir urðu bikarmeistarar, alltof langur tími."
Hann opnaði snakkpokann og handfjatlaði svo glasið sem var fullt af gosi - appelsíni.
"Ég ætla út í búð, það vantar bæði klósettpappír og Íbúfen," sagði hún mildilega. "Ertu með einhvern aur á þér, eða á ég að nota kortið?"
Hann leit upp og teygði sig í veskið sem var á borðinu fyrir framan hann. "Er fimm þúsund nóg?"
Hún hugsaði sig um og það var eins og hún gleymdi sér um stund.
"Ég ætla aðeins út í búð."
Hann leit á hana með undrunarsvip og endurtók rólega spurninguna. "Er fimm þúsund nóg?" Bætti svo strax við: "Ég er ekki með meira á mér, en þú getur alveg tekið kortið."
Hún settist hjá honum og var annars hugar, fékk sér sopa af appelsíninu og smá snakk líka.
"Það vantar bara Íbúfen og klósettpappír. Og eitthvað krydd. Ég tek bara kortið."
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli