Vorum lengi saman í bekk, við á þessari mynd. Bekkurinn var nefndur V. Vaff. Vaffið. Settur á laggirnar (ef hægt er að segja svo (það er hægt)) haustið 1977 og leystur upp vorið 1984. Unglingadeildin tók við og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var bekkjunum skipt upp á þeim tímapunkti. Vaffið var fínn bekkur sem fyrst hafði Sigrúnu Arnórsdóttur sem kennara og síðar Véný Lúðvíksdóttur. Fínar kerlingar sem ég hitti stundum niður á bókasafni. Fínar.
2 ummæli:
Ok, hérna sést að flestir voru ekki að fara eftir dresskóðanum.. hehe. En hrikalega hlýtur að hafa verið gaman hjá ykkur.
kveðja til ykkar.
Já, það var rosa gaman. Gaman að hitta þetta lið aftur. Maður hittir alltaf einhvern einn reglulega. En skemmtilegra að hitta svona marga í einu. Mikið að rifja upp. :)
Kv
Skrifa ummæli