laugardagur, 24. nóvember 2007

bestur með tíma


trúir þú á engla heyri ég bubba spyrja í viðtækinu og verð strax hugsað til dr gunna en hann tók einu sinni viðtal við bubba og spurði hvort hann væri ekki orðinn feitur og gamall og geldur göltur því að bubbi söng á þeim tíma að honum þætti gott að elska hef síðan alltaf haldið mikið upp á dr gunna og bubba líka en ekki eins mikið upp á bubba eins og á árabilinu 1980 til 1986 en þá var hann mjög mikið að mínu skapi og auglýsti ekki tópaz né bílaland samt er bubbi alltaf bestur en ekki einn með kassagítarinn eins og margir vilja meina nei bubbi er bestur með rokkhljómsveit en dr gunni með öllu nema hráum nei ég meina með öllu og sérstaklega miklu af hráum

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei, nú er fokið í flest skjól. Er ekki komið nóg af umfjöllun um menn sem hafa ekkert um að tala nema sjálfan sig eða vini sína í bransanum. Bubbi Mortens og Dr. Gunni, sem hefur nú reyndar enga prófgráðu að mér skilst. Bubbi er bara lélegur kapítalisti. Hann fetar markvisst stíginn heim til Björgvins Halldórssonar. Og þessi Gunni, að slepptum lognum titlinum, rembist eins og rjúpan við staurinn að vera fyndinn, sko en án þess að það líti út fyrir að vera fyndið, það verður alveg að vera ljóst. Svo dregur hann hvern guðsvolaðan aumingjan á fætur öðrum fram á svið ljósanna, vesalinga sem hafa einhvern tímann glamrað á gítar eða barið húðir í litlu Reykjavík, til að svara spurningum um tónlistarmenn sem hann hlustaði á og þeir líka. Dr. Gunni vill líta út fyrir að vera hálfviti að spyrja gáfulegra spurninga sem hann veit svarið við. Þá finnst mér nú skárra að hlusta á umferða Einar. Við hér fyrir norðan fengum nóg af þessum kapítalistum, Bubba og Gunna fyrir fjölmörgum árum síðan. Ég, til dæmis, fór og fleygði öllum plötum Bubba í Hrútafjörð. Það var á köldum sunnudagsmorgni. Þá hafa þeir báðir vísast legið í þynnku í Reykjavík. Kveðja, Eiríkur.

Nafnlaus sagði...

Ávallt gaman að heyra í þér Eiríkur, að norðan. Haltu áfram að skrifa hér - ég hvet þig eindregið til þess. Kv, Svanur

Nafnlaus sagði...

Bubbi we cry to thee...

það heyrðist til Bubba segja en ekki syngja um meint risvandamál í viðtæki fyrir stuttu. Hann vildi meina að allir karlmenn ættu við vandann þann að stríða og því ættu þeir að vera óhræddir við að tjá sig um vandann og vandræðaganginn sem fylgir.

Hann sagði líka að andstæðan við vandann, þegar allt gengur að óskum, væri fallegast ástartjáningin til nakins kvenmanns sem væri til.

Fyrst héldum við að þetta væri leikarinn sem leikur stundum Bubba, en svo var ei - Bubbi versnandi fer...

kv. Kristín, ekki að norðan

Nafnlaus sagði...

En Kristín - þú ert að norðan. Við erum það öll - er það ekki annars?

Kv,

Nafnlaus sagði...

jú, svona strangt til tekið.

Nafnlaus sagði...

Þú ert Svertingss. Sættu þig við það :)

Nafnlaus sagði...

tja, ég er amk nógu gáfuð...

Nafnlaus sagði...

Því verður ekki neitað.

Svanur Svertings sendir kveðju.