föstudagur, 30. nóvember 2007

Minningar & músík IV


Laugardaginn 29. september, 2007 -
Menningarblað/Lesbók Morgunblaðsins

Poppklassík: Eftir Svan Má Snorrason sms@utopia.is

Meistaraverkið Roxy Music

Frumburður bresku hljómsveitarinnar Roxy Music leit dagsins ljós árið 1972. Var skífan samnefnd hljómsveitinni, sem stofnuð var árið 1970. Á þessum upphafsárum skipuðu hljómsveitina þeir Bryan Ferry, sem söng og spilaði á píanó, Graham Simpson bassaleikari, Andrew Mackay, sem lék á óbó og saxófón, Brian Eno, sem fór fingrum um hljómborð auk ýmissar annarrar tilraunakenndrar hljóðsköpunar, Paul Thompson trommuleikari og Phil Manzanera sem lék á gítar.

Frá byrjun var Roxy Music oftlega kennd við svonefnt "art rock" eða listarokk á okkar ylhýra, enda komu upprunalegu meðlimir hljómsveitarinnar allir úr listaskólum. Með tímanum umbreyttist hljómsveitin smám saman í hefðbundnari hljómsveit og poppáhrifa tók að gæta, vinsældir jukust sem og sala hljómplatna.

Skífan sem hér er til umfjöllunar, Roxy Music, náði litlum sem engum almennum vinsældum. Eitt lag af henni, Virginia Plain, var þó gefið út á smáskífu og komst í fjórða sæti breska vinsældalistans. Annars var salan lítil.

Óhætt er að segja að skífa þessi sé týndur fjársjóður, ef svo mætti að orði komast. Tónlistin sem á henni ómar er ótrúlega hugmyndarík, framúrstefnuleg, tilraunakennd, kraftmikil og frábærlega flutt; sjálfstraustið geislar af hljómsveitarmönnum og hér er mörgu blandað saman í stórkostlegan kokkteil sem framkallar frábæra vímu, skilur eftir sig unaðslegt eftirbragð en nákvæmlega enga þynnku. Hljóðfæraleikurinn er þéttur og spennandi, útsetningar stundum flóknar en alltaf athyglisverðar.

Þó er það, eins og svo oft áður þar sem Bryan Ferry kemur við sögu, að hann stelur senunni. Hann er með magnaða rödd og hann getur og gerir svo margt með henni eins og komið hefur í ljós á síðustu 35 árum. Á þessari skífu nýtur hann sín sérstaklega – hann er óþekktur, ekki undir pressu og það heyrist. Frjálsræðið skilar sér vel og rödd hans hljómar töffaralega á tilraunakenndan, áreynslulausan og tilgerðarlausan hátt, þótt hún sé uppfull af töffarastælum – það er hreint út sagt yndislegt að hlusta. Ferry fer alveg að mörkum tilgerðarinnar og töffaramennskunnar, en aldrei yfir þau. Lagasmíðar skífunnar eru frábærar og þær á Ferry allar.

Oft hefur þáttur Brians Eno verið uppi á borðum þegar upphafsár Roxy Music hefur borið á góma, og hann oft mærður mikið. Eno, sem yfirgaf sveitina einni skífu eftir þessa (sú hét For Your Pleasure og kom út árið 1973), var hvorki aðalmaðurinn, aðalhugmyndasmiðurinn né drifkrafturinn í einni stórkostlegustu hljómsveit allra tíma, Roxy Music. Ó nei, þótt Eno verði alltaf minnst sem tónlistarmanns í hæsta gæðaflokki, þá er það Bryan Ferry sem á mest af heiðrinum skilið á þessum gjöfulu upphafsárum og það sýnir og sannar þessi skífa, Roxy Music.

Hún er ekkert annað en meistaraverk sem á skilda miklu meiri umfjöllun og spilun en raun hefur verið.

Lesendur góðir, ef þið viljið heyra hugmyndaríka rokktónlist í hæsta gæðaflokki þá skuluð þið verða ykkur úti um þessa skífu – Roxy Music. Ég ábyrgist þeir munu segja satt.

P.s.: Snemma árs 1970 fór Bryan Ferry í prufu hjá hinni goðsagnakenndu bresku rokkhljómsveit King Crimson. Þrátt fyrir að heillast af rödd Ferry og hæfileikum hans þótti meðlimum sveitarinnar röddin ekki passa við það sem þeir höfðu í huga. Þeir sögðu því nei við starfsumsókninni, en líka já. Þeir vildu að hæfileikar Ferry fengju að njóta sín og að hann og félagar hans, sem stuttu síðar urðu Roxy Music, kæmust á útgáfusamning. Og þegar maður fær meðmæli frá King Crimson fær maður samning.

Það hefði verið forvitnilegt að heyra hvernig King Crimson hefði hljómað með Bryan Ferry innanborðs, en ég hefði ekki fyrir nokkra muni viljað missa af því sköpunarverki er leit dagsins ljós á fyrstu skífu Roxy Music.

miðvikudagur, 28. nóvember 2007

þriðjudagur, 27. nóvember 2007

Gimme Some Truth

I'm sick and tired of hearing things
From uptight, short-sighted, narrow-minded hypocrites
All I want is the truth
Just gimme some truth
I've had enough of reading things
By neurotic, psychotic, pig-headed politicians
All I want is the truth
Just gimme some truth
No short-haired, yellow-bellied, son of Tricky Dicky
Is gonna mother hubbard soft soap me
With just a pocketful of hope
Money for dope
Money for rope
No short-haired, yellow-bellied, son of Tricky Dicky
Is gonna mother hubbard soft soap me
With just a pocketful of hope
Money for dope
Money for rope
I'm sick to death of seeing things
From tight-lipped, condescending, mama's little chauvinists
All I want is the truth
Just gimme some truth now
I've had enough of watching scenes
Of schizophrenic, ego-centric, paranoiac, prima-donnas
All I want is the truth now
Just gimme some truth
No short-haired, yellow-bellied, son of Tricky Dicky
Is gonna mother hubbard soft soap me
With just a pocketful of hope
It's money for dope
Money for rope
Ah, I'm sick to death of hearing things from uptight, short-sighted, narrow-minded hypocrites
All I want is the truth now
Just gimme some truth now
I've had enough of reading things by neurotic, psychotic, pig-headed politicians
All I want is the truth now
Just gimme some truth now
All I want is the truth now
Just gimme some truth now
All I want is the truth
Just gimme some truth
All I want is the truth
Just gimme some truth

Ps: http://en.wikipedia.org/wiki/Gimme_Some_Truth

mánudagur, 26. nóvember 2007

laugardagur, 24. nóvember 2007

bestur með tíma


trúir þú á engla heyri ég bubba spyrja í viðtækinu og verð strax hugsað til dr gunna en hann tók einu sinni viðtal við bubba og spurði hvort hann væri ekki orðinn feitur og gamall og geldur göltur því að bubbi söng á þeim tíma að honum þætti gott að elska hef síðan alltaf haldið mikið upp á dr gunna og bubba líka en ekki eins mikið upp á bubba eins og á árabilinu 1980 til 1986 en þá var hann mjög mikið að mínu skapi og auglýsti ekki tópaz né bílaland samt er bubbi alltaf bestur en ekki einn með kassagítarinn eins og margir vilja meina nei bubbi er bestur með rokkhljómsveit en dr gunni með öllu nema hráum nei ég meina með öllu og sérstaklega miklu af hráum

sunnudagur, 18. nóvember 2007

Pælingar 18

Niður með skattinn!

Ég er á þeirri skoðun að almenningi finnist ekkert sárt að greiða skatta og skyldur - svo lengi sem álögin séu sanngjörn. Svo er ekki raunin hér á landi.

Einhverra hluta vegna telja íslensk stjórnvöld að best sé að skattpína almenning með svo hraustlegum hætti að fáheyrt er á þessari plánetu. Og í þokkabót hafa skattkerfið svo flókið að fáir skilja upp né niður í því.

Flókið skattkerfi með fáranlegri skattprósentu, eins og er við lýði, ætti að heyra sögunni til, svona næstum því eins og Framsóknarflokkurinn.

Til hvers að hafa flókið kerfi sem virðist ekki miða að neinu nema að herja á almenning? Til hvers að hafa kerfi sem endalausar glufur eru í og allt fullt af möguleikum á undanþágum fyrir einhverja ákveðna aðila? Pólítik?

Það var gott skref sem stigið var fyrir ekki svo löngu, þegar álögur voru lækkaðar á fyrirtæki og umhverfi þeirra gert þægilegra en áður. Enda hafa íslensk fyrirtæki mörg hver vaxið hratt síðan.

En af hverju var ekki byrjað á almenningi, fólkinu sem byggir og er landið?

Og hvað vill almenningur í þessum málum? Að mínu mati vilja flestir fá að vera í friði, hafa hlutina á tæru og einfaldleikann og öryggið í bakgrunni. Sama á við um fjármálin. Þess vegna er það þannig að ef skattar á almenning yrðu lækkaðir verulega og kerfið gert eins einfalt eins og mögulegt væri myndi ríkið bera miklu meira úr býtum en það gerir í dag. Fólk myndi ekki nenna að svindla undan skatti.

Það er nefnilega útbreiddur misskilningur að fólk vilji ekki borga skattana sína; flestir eru vel meðvitaðir um samfélagslegt mikilvægi þeirra – þeir skipta öllu í rekstri ríkisins, og við erum ríkið, og við viljum búa í góðu samfélagi. En stjórnmálamenn trúa ekki almenningi, enda, eins og áður hefur fram komið á þessum vettvangi, ekki skörpustu hnífarnir í skúffunni.

En það er möguleiki á að þeir átti sig á þessu og við verðum einfaldlega að lifa í voninni.

Mikið held ég að það væri gott að búa hér ef ég réði!

Víkurfréttir, 21. júni 2007

mánudagur, 12. nóvember 2007

Í Viðtali Við Víkurfréttir



Fullt nafn: Svanur Már Snorrason

Fæðingardagur og ár: 25. maí, 1971

Atvinna: Starfsmaður á Bókasafni Hafnarfjarðar. Af og til er ég blaðamaður

Maki: Ásdís Erla Valdórsdóttir, landsbyggðarmær

Börn: Elísa Rún, 8 ára, og Valur Áki, 4 ára

Áhugamál: Ljósmyndun, tónlist, bókmenntir, íþróttir og margt fleira

Hvaða bók ertu að lesa og hvaða bók langar þig að lesa?
Skáldsöguna Trúðurinn eftir Heinrich Böll og leikritið Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson. Blikktromman eftir Günter Grass hefur lengi verið á óskaleslistanum

Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann á morgnanna?
Meiri svefn. Eftir það kemur sterkt kaffi upp í hugann

Ef þú gætir unnið við hvað sem er, hvað væri það þá og af hverju?
Eitthvað skapandi, uppbyggilegt og gefandi. Ekki bara fyrir mig heldur sem flesta. Er hægt að biðja um meira?

Hvað er það allra skemmtilegasta sem þú gerir?
Vera með fólki sem mér þykir vænt um og líður vel með. Svo er alltaf gaman í körfu

Hvað er það sem fer mest í taugarnar á þér?
Baktal, rógur og slúður á vinnustöðum er eitur í mínum beinum. Svo er öfundsýki svo sannarlega ekki af hinu góða

Hvað er næst á dagskrá hjá þér? Almenn bæting, alltaf pláss fyrir hana

Hvað gerir þú til að láta þér líða vel?
Eitthvað sem fær mann til að slaka á og gleyma öllu amstri og leiðindum. Aðferðirnar eru mismunandi

Hvað er með öllu ónauðsynlegt að þínu mati?
Hungurdauði í heimi allsnægta. Ójöfnuður líka

Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag hvað væri það fyrsta sem þú myndir gera?
Hækka launin svo um munar hjá starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar. Gera svo göng undir Reykjavíkurveg hjá umferðarljósunum rétt við Nóatún. Oft hættuleg umferðin þar fyrir lítil börn

Ef þú gætir verið einhver einstaklingur úr veraldarsögunni, hver myndirðu vera og af hverju?
Mig hefur aldrei langað til að vera neinn annar en ég er. Hins vegar væri heimurinn mun betri ef það myndu fleiri hugsa og framkvæma eins og Mahatma Gandhi gerði

Gætir þú lifað án síma, tölvu og sjónvarps? Færi létt með það

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur gert?
Spurði eitt sinn mann sem ég þekki lítillega hvenær kona hans ætti von á sér. Hún var ekki ólétt! Langaði að kasta mér út um næsta glugga

Ein góð saga úr „bransanum“:
Þegar FH varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í meistaraflokki karla í knattspyrnu, árið 2004, var ég sendur til Akureyrar fyrir Fréttablaðið og DV til að skrifa um leik FH og KA. Titillinn varð staðreynd og tímapressan var fáránlega mikil enda þurfti að rigga upp vitrænni umfjöllun í tvö blöð á nánast engum tíma. Einar Óla, ljósmyndari og toppmaður, var með mér í för og honum hafði fyrr um daginn dottið það “snjallræði” í hug fyrr um daginn, án þess að láta mig vita, að flýta fluginu okkar heim – gert með góðum huga en ég mun aldrei skilja hvers vegna hann gerði það. Tímapressan jókst sem þessu nam og við vorum karlmenn á barmi taugaáfalls þetta kvöldið. Veit ekki hvernig, en þetta hafðist

laugardagur, 10. nóvember 2007

Tileinkað Eika


G.J.S.: Skur hugur.


E.G.: Þessi hugur á að vera sjúkur.

þriðjudagur, 6. nóvember 2007

Reunion 2007: Árgangur 1971 - Víðistaðaskóli. 2. hluti - bekkjarmyndin


Vorum lengi saman í bekk, við á þessari mynd. Bekkurinn var nefndur V. Vaff. Vaffið. Settur á laggirnar (ef hægt er að segja svo (það er hægt)) haustið 1977 og leystur upp vorið 1984. Unglingadeildin tók við og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var bekkjunum skipt upp á þeim tímapunkti. Vaffið var fínn bekkur sem fyrst hafði Sigrúnu Arnórsdóttur sem kennara og síðar Véný Lúðvíksdóttur. Fínar kerlingar sem ég hitti stundum niður á bókasafni. Fínar.

föstudagur, 2. nóvember 2007

Weather Report


Á þakinu blár marmari. Í handarkrikanum tússpenni með grænum lit. Appelsínugul skyrtan fer henni ekkert smá vel hvíslar konan með húsfluguandlitið að vestisklædda steingervingnum sem les af áfergju Und Sagte Kein Einziges Wort og strætisvagninn verður olíulaus á þessu andartaki. Eilífðarstopp verður að þessu sinni og allir voða fegnir enda ekkert nema vinnan framundan eftir langt og gott sumarfrí. Farðu frá, ég er að flýta mér, þú ert ekki að flýta þér, þú hefur enga ástæða til að flýta þér, farðu því frá. Þú ert dóni, ég er dóni, farðu frá. Blómavasi á dökkrúbínrauðu stofuborðinu. Þú endurspeglar mig er líkt og vasinn hvísli og ég get ekki annað en tekið undir því ég er ekki mölbrotinn. Nigaragua. Alltaf blæbrigði, ekki þó með neinum sérstökum áherslum, einungis blæbrigði. Er það ekki nóg? Hef aldrei komið til Nigaragua en langar þangað (langi Mangi). Hann spyr með þjósti en hverfur um leið og ég geri mig líklegan til að svara. Höfugur ilmur grútskítugra trjánna heftir saman sálina og líkamann og ég hrópa líkt og þyrstasti maður eyðimerkurinnar: Gefið mér kókakóla læt! Í listinni var þó aldrei neitt svar að finna, ég leitaði langt yfir skammt, sótti vatnið yfir lækinn, keypti ný blöndunartæki en þau virkuðu aldrei betur en þau gömlu. Segir sitt um hversu margskipt landslag getur orðið og er í reynd nánast alltaf allsstaðar. Teningunum er kastað, segðu þettu á latínu, latnesku, lattnesku, letnesku, lettnesku, bæversku eða hæversku. Brokkaðu. Ég ætla að fá einn líter af trópíkanasafa í bökunarpappír. Stúlkan starir sljóum augum á mig og segir rólega í kjölfarið að þetta sé vínbúð, ég sé kominn til baka, og að gamla konan sem þáði ávallt sjúss fyrir að kaupa fyrir unglingana sé flutt. Þetta segir stúlkan og neitar að fara í gæsalappirnar - þærfaramérekkivelfrekarenneðanmálsgreinar.