mánudagur, 1. október 2007

Trípólí


rauður litur vínsins kallaði fram minningar um árfarvegi og stolið reiðhjól

kallar líka fram áður óbirtar myndir af sólríkum dögum sem breyttust í svartnætti

vil hins vegar ekki setja út á þá sem klæddust kjólum og máluðu sig á kvöldum þegar foreldrarnir voru ekki heima við

þátttaka, spenna, eftirvænting, rafmagn, skömm

teknar myndir, enginn veit hvar þær eru

langar að sjá þær í dag en ekki á morgun

og svo eiga þær allar

hver og ein brást mér, sveik mig, lét mér líða skringilega enda líka svo feginn

höfnun ekki alltaf slæm, vita ekki hver eða hvað

það kemur seinna eins og góður fjárhagur og hamingja og menntun og raðbýlishúsið og einkavegsjeppinn ásamt jarðarkringlunni með heita pottinum og öllum ferðunum á hóruhúsin

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

nú hljómar "trípólí trípólí trípólí-í-í," í höfðinu á mér... eins og "tívolí tívolí tívolí-í-í" í lottóauglýsingum fyrir nokkrum árum.

Nafnlaus sagði...

Og sumarið var fyrir bí...

Kv, frændi