miðvikudagur, 3. október 2007

Allt er við það sama


Hún stoppaði ekki þótt ég kallaði á eftir henni

Ég reyndi að stoppa í götin en kunnátta mín í þeim efnum er af skornum skammti

Datt í hug að segja eitthvað við hæfi - eitthvað asnalegt

Því var ekki vel tekið - eins og ég vel vissi - en er alveg slétt sama

Slétt sama

Ákvað þó að hlaupa einn hring kringum blokkina

Það var góð ákvörðun

Allt er við það sama

(Höf. Sigurður Pálsson)

Engin ummæli: