Frítt í strætó!
Af hverju í ósköpunum er ekki frítt í strætó fyrir alla?
Af hverju í ósköpunum er ekki frítt í strætó fyrir alla?
Ég geri mér grein fyrir því að flestir stjórnmálamenn eru ekki skörpustu hnífarnir í skúffunni, en fyrr má nú rota en dauðrota!
Jafnvel stjórnmálamenn hljóta að sjá það og skynja hversu mikilvægt skref í rétta átt það yrði að hafa frítt fyrir alla í strætó.
Í okkar ofurhraða og yfirborðskennda samfélagi, þar sem flest gengur út á sýndarmennsku og flottræfilshátt, og áhugaleysi á náttúrvernd og umhverfismálum er áberandi (áhuginn er þó er að aukast), er ég sannfærður um að MJÖG svo aukin notkun almennings á strætó myndi draga verulega úr bílaumferð; og úr mengun myndi þá draga stórkostlega - það er nú ekki lítið.
En af hverju notar fólk ekki strætó meira en raun ber vitni? Ég get bara svarað fyrir mig: Það er of dýrt í strætó og kerfið sjálft er ekki nægilega skilvirkt. Síðan er ekki nægilega töff að ferðast með strætó. Það skiptir máli því til þess að fá ungt fólk til að ferðast með strætó þarf það að vera töff. Hvernig við förum að því að gera ferð með strætó töff er svo allt annað mál.
Við þurfum að fá fólk til að draga úr því að ferðast eitt í bíl sínum til vinnu - minnka einkabílaneyslu svo um munar. Ókeypis í strætó og skilvirkt kerfi myndi gera sitt í þeim efnum. Boltinn er hjá blessuðum stjórnmálamönnunum. Ríkið og sveitafélögin verða að koma sér saman um þetta - það eina sem vantar er vilji. Það gengur ekki að eitt sveitarfélag bjóði frítt í strætó fyrir aldraða, annað frítt fyrir nemendur og svo framvegis. Hér þarf heildarsamræmingu þar sem orðin frítt og skilvirkni verða áberandi.
Vegakerfið á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu er algjörlega sprungið en með því að hafa frítt í strætó gæti skriðan farið af stað; það gæti verið upphafið að mikilli bætingu fyrir samfélagið í ákveðnum málum sem snerta okkur öll; samgöngu- og umhverfismál.
Af hverju í ósköpunum er ekki frítt í strætó fyrir alla?
Víkurfréttir, 7. júni 2007
3 ummæli:
I never got free bus-rides in Soviet Union.
Stop crying and buy some pulsur from Guðni to cheer you up.
Maybe Biggi can get you free Coke from his truck.
He, he, alltaf snilldargaman að heyra í þér. Takk fyrir síðast. Alls engin ölvun í gangi þá. En virkilega gaman. Áfram remúlaðiboltarnir og kókkassarnir -þeir lifi, húrra!
Kv, Svanur
Ég var einmitt að velta því sama fyrir mér þegar ég tók strætó í skólann í dag. Ég byrjaði að taka strætó af því það var ókeypis og komst af því að það er mjög þægilegt, sérstaklega á morgnana, þegar umferðin er viðbjóðslega leiðinleg. Miklu betra að slaka á og nudda stírunar úr augunum í Strætó..
Skrifa ummæli