Valur Áki er, ásamt föður sínum og Rúnu ömmu, staddur á bensínstöð við Reykjarvíkurveg í Hafnarfirði. Valur Áki er með opinn glugga í aftursæti á Volvo bifreið föður síns, og verður starsýnt á sköllóttan mann. Mann sem hefur til að bera nokkuð egglaga höfuð og dælir bensíni eða dísilolíu á bíl sinn. Lætur Valur Áki þá þessi fleygu orð falla:
"Sjáðu manninn þarna! Hann er ekki með neitt hár - hann er bara með kúlu."
3 ummæli:
Flottur gæi Valur.
Nökkvi skoraði þrjár körfur á móti í dag. Unnu Fjölni en töpuðu fyrir Tindastól. Á morgun er það ÍR og Breiðablik.
Kveðja frá bökkum Ölfusár.
Hann hefði átt að sjá manninn sem bjó í bænum okkar í Belgíu, hann var með frekar lítið af hári á höfðinu, en þau sem voru til staðar voru býsna löng og sjúskuð. Svo var hann með kúlu ofan á höfðinu sem var svona 1/5 af stærð höfuðsins.
Svona er þetta elsku frændi. Ekki allir jafn heppnir að koma úr svona vel "hærðri" fjölskyldu eins og við.
Misfagrar makka fjölskyldur!
P.S Hærðri, er það orð?
Skrifa ummæli