sunnudagur, 19. ágúst 2007

VIIIII


Myrkur og þögn. Ljóstýra. Hljóð og svo mannsraddir.

Einhver: If you tolerate this then your children will be next.

Skipsflauta gellur, tveir hermenn koma af himni ofan.

Hermaður 1: Trúirðu því?

Hermaður 2: Að hér heyrist í skipsflautu?

Hermaður 1: Nei, það er ekki svo skrýtið. Miklu fremur það sem einhver sagði, ,,If you tolerate this…

Hermaður 2: …then your children will be next.” Því trúi ég mæta vel þótt ég eigi engin börn.

Hermaður 1: Víst áttu börn.

Hermaður 2: Það kann vel að vera en ég kannast ekki við það. Ætti maður ekki að vita af slíku?

Hermaður 1: Það er engin skylda.

Hermaður 2: Nú. Æi, það væri auðvitað fáránlegt að skylda mann til þess að vita af slíku. Nóg er nú fylgst með öllu sem maður gerir.

Hermaður 1: Já, satt segirðu. Ég er ekkert hrifinn af því að vera skyldaður eitthvað, vildi helst að frjáls vilji hefði ekki verið afnuminn.

Hermaður 2: Samt er það nú spurning hvort við höfum yfirhöfuð eitthvað við hann að gera. Færði hann okkur ekki bara tóm vandræði og vanlíðan?

Hermaður 1: Þetta er beggja blands eins og hérumbil allt. Minningin um hann var hins vegar aldrei fullkomlega afmáð og ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að þetta samtal sé nákvæmlega eins og það er.

Hermaður 2: Gæti það verið einhvernveginn öðruvísi?

Hermaður 1: Einhvernveginn öðruvísi? Mér þykir þú taka skringilega til orða.

Hermaður 2: Skattalækkanir eru skringilegar, ekki orð.

Einhver: The world is a vampyre.

Hermaður 2: Hver er að kalla?

Hermaður 1: Hann segir satt, If you tolerate this then your world is a vampyre.

Hermaður 2: Og því gef ég boltann á fréttamann okkar, Elísabetarson Hroll Drífubarnsdóttir, farðu til andskotans viðbjóður, ég vona að þú rotnir í helvíti með öllu þínu hyski!

Elísabetarson: Já, takk fyrir góðar kveðjur, helvítis morðóða kvikindið þitt. Ég hef það staðfest að þú hafir drepið á hrottalegan hátt allt frá börnum til gamalmenna í bæði Kóreustríðinu og Víetnamstríðinu og verið bara nokkuð stoltur af. Ég vona að þú drepist kvalafullum dauðdaga, viðbjóðslega ógeðið þitt sem átt ekkert skylt við það sem kallast getur mannlegt eða tengst góðmennsku á einn eða annan hátt. Nú ég hef á mínum snærum upptöku af samtali, einhver gaur að tala við sjálfan sig eða raunveruleikann sjálfan, við getum ekki dæmt um það, en við hlustum heldur ekki á það. Enda hefur enginn áhuga á því. En hér aftur á móti, á þessari kassettu, ég tek bara uppá kassettur, er íslenskur strákur að tala við Courtney Love, en ég hef heyrt að þau hafi verið saman sjö mánuðum eftir að Cobain kvaddi þennan heim. Þau höfðu um margt að spjalla svo við skulum hlusta. HHHHLLLLLUUUUUSSSSTTTAAAAA!!!!

3 ummæli:

Hjalti sagði...

Strákar, ég hitti Hermann 3 og hann bað mig að skila því til ykkar að hann kæmi ekki í dag, en alveg örugglega á morgun. Hlustiði bara á Val og Regnúlpurnar á meðan.

Unknown sagði...

Manic Street preachers, Smashing pumpkins og kannski Equilibrium, en é g næ ekki fleiru, öðru en góðu spjalli bara.

Nafnlaus sagði...

Þetta eru einmitt einu böndin í þessum texta. Ertu ekki annars bara spakur? Varstu fyrir vestan á menningardeginum mikla í Reykjavík?

Kv, Svanur