fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Ananaskettir I
Ólafur kallaður ananas, hélt ketti og elskaði ananas og ræktaði hann. En stökkbreyting varð er einn kötturinn tók að riðlast á einum ananasnum og úr varð ananasköttur og svo ananaskettir. Leiddi þetta til ríkidæmis fyrir Ólaf ananas, en hann var umdeildur og sakaður um siðlausan verknað; að búa til veru úr ketti og ávextinum ananas. Hann sagðist saklaus, þetta hefði verið óvart, en sagðist ánægður með það sem gerðist. Nú er öflugt félag ananaskatta starfrækt, þeir eru stoltir og eiga marga fylgismenn, þeir eru listrænir, vinstrisinnaðir og margt fleira gott um þá að segja. Lýkur hér sögu þeirra í bili og skapara þeirra. Góðar kveðjur, gott fólk, hafið það sem allra, allra best.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ef þeir eru ananaskettir bragðast þeir þá eins og ananas ? Ekki borða þeir ananas því það væri hálf siðlaust af þeim að borða eitthvað sem bragðaðist eins og afi þeirra...
Halda þeir áfram að riðlast á ananas eftir þetta eina tiltekna atvik ? Munu ananas genin þá ekki víkja fyrir kattargenunum og þetta verða bara aftur venjulegir kettir ? Og ef venjulegur köttur sefur hjá ananasketti, hvað verður þá til ? Hálfananasköttur ? Getur hann borðað ananas eða væri það of siðlaust ?
Og hvernig segir maður ananas í fleirtölu ? Ananasar eða önunusar ?
Þú verður að útskýra betur.
Ananas er líklegast ananasar í fleirtölu... Ananaskettir eru klárlega ólíkir köttum og reyndar mun betri en venjulegir kettir. Ég er mjög ánægð með hann Ólaf ananas og hans framtak til heimsins. Þó þekki ég aðeins einn sannan ananaskött en hann gengur oft undir nafninu Abraham.. spurning hvað hann gerir þegar hann sér ananas...
Matti - þetta er bara eins og þriðju gráðu yfirheyrsla - og ég hef engin svör að venju :)
Kv, Svanur
Skrifa ummæli