Hef síðustu daga hlustað mikið á Appetite For Destruction með Guns N´ Roses, en um þessar mundir eru 20 ár síðan platan kom út. Sló reyndar ekki í gegn strax - eiginlega ekki fyrr en ári síðar og þá all rosalega. Að mínu mati er þetta ein allra besta frumraun nokkurrar hljómsveitar, og hún eldist mjög vel. Hvað segir fólk um það? Koma endilega með tilnefningar varðandi bestu frumraun allra tíma - hvað finnst ykkur? Skiptir ekki máli hvaða tegund tónlistar um ræðir. Með kveðju, Svanur.
6 ummæli:
Já það er um það bil þegar kláruðum Víðó.
Ertu búinn að safna hári fyrir reunion í haust?
Kveðja Diddi
Er að reyna. Gengur illa. Óver and át. Svanur.
Besta frumraun allra tíma er klárlega 'Songs of Leonard Cohen' frá 1968. Hún var að vísu ekki algjör frumraun, Cohen var orðinn 34 ára þegar hún kom út og búinn að gefa út eina ljóðabók og eina skáldsögu. En allt um það, þótt hann hefði dáið á gamlársdag 1968 hefði þessi eina plata samt dugað til að gera hann að næstmesta söngvaskáldi aldarinnar.
Sko ég hef alltaf verið mikið fyrir Parachutes með Coldplay... en það er bara ég
Svo Hjalti, hugaði mér aðeins í datt, er vert að nefna plötu Possibillies frá árinu 1985, ber heitið Mát (nokkuð viss um það). Þar var Jón "góði" eða "svarti" Ólafsson ásamt sínum besta vin, Stefáni Hjörleifssyni. Jón og Dylan, eiga þeir eitthvað sameiginlegt? Reyndar er lagið Móðurást ansi hreint gott og trommuleikur "Steina kjuða" mjög góður. En þessi texti er auðvitað grátlegur hjá mér, hef bara ekkert annað að gera nákvæmlega núna. :)
Ekkert að því að halda með Coldplay. Finnst frumraun þeirra fín og einnig var plata númer 2 fín en þriðja var steingeld. Ég spái því að innan 17 ára verði Hjalti nokkur Snær Ægisson orðinn mikill Bruce Springsteen aðdáandi. Kveðja, Svanur
Skrifa ummæli