Ornette Coleman: Áttu eitthvað með mér?
Starfsmaður: Já, auðvitað. Á ég að finna hvað við eigum með þér?
Ornette Coleman: Nei, blessaður vertu, ég var bara að djóka. Ég fann svo flotta dótabúð hérna í verslunarmiðstöðinni.
Starfsmaður: Í verslunarmiðstöðinni Firði?
Ornette Coleman: Já, einmitt. Ég keypti rosa flottan og góðan plastsaxófón þar. Búin að vera á höttunum lengi eftir slíkum grip.
Starfsmaður: Var hann dýr?
Ornette Coleman: Dýr?
Starfsmaður: Æi, það er allt svo dýrt á Íslandi sé miðað við útlönd.
Ornette Coleman: Það skiptir engu máli. Meira máli finnst mér skipta að Emilía sé hætt í Nylon. Hvað heldurðu að gerist í kjölfarið, leggst söngflokkurinn kannski af?
Starfsmaður: Nei, það held ég ekki. Þær eru með svo góðan umboðsmann. Stóra spurningin er sú hvernig framþróunin verður, hvort stíllinn muni breytast og svo framvegis. Þú gætir kannski hjálpað eitthvað í þeim efnum.
Ornette Coleman: Ég vona að þetta sé rétt hjá þér - að þær hætti ekki. Ég gæti vissulega lagt mitt af mörkum og hef reyndar boðið fram mína aðstoð. Hún var afþökkuð, en Einar var vissulega kurteis. Hann var í London með Garðari Thor þegar ég náði loksins á honum. Hann sagði allt vera planað upp í topp en vildi ekki segja hvað hann meinti með því. Þess vegna spurði ég þig hvort þú héldir að Nylon myndi hætta störfum eður ei.
Starfsmaður: Þetta reddast.
7 ummæli:
Einu sinni kom ljóðskáld á BSH og spurði um bækur eftir sjálfan sig. Hann vildi fá að vita hversu mikið bækurnar hefðu lánast út. Niðurstaðan var mikil vonbrigði fyrir þennan Óðreris svelg, enda hafði eina hreyfingin á bókunum hans verið daginn sem þær voru færðar af plöstunarborðinu og niður í útlánasal.
Held þó ég geti fullyrt að bækur þessar hafi ekki jafnast á við 'The Shape of Jazz to Come' og 'Dancing in your Head'.
...fyrir þennan Óðreris svelg...
Hér er skemmtilega og vel að orði komist. Fáir hafa nælt í aur vegna ljóðaútgáfu hér á landi. Og verður svo áfram. Það er ekki alltaf auðvelt að hlusta á Coleman en þó þess virði. Sjáumst kannski (og vonandi) á safninu í vikunni :)
Má til með að koma því að að ég sá Ornette Coleman á konsert úti í Bologna síðasta haust.
Og hvernig var?
Æ, ekki nógu skemmtilegt. Þetta var sinfóníuútsetning af Skies of America og mér fannst djassbandið og sinfóníuhljómsveitin blandast ámóta vel saman og vatn og matarolía. Auk þess var trommarinn alveg hrikalega slappur, hann mun vera sonur Ornettes, en kannski átti hann bara slæman dag.
Ætli kallinn sé ekki annaðhvort eða gaur? Af þeim sem um hann fjalla á netinu þá er hann ýmist kallaður snillingur eða sagður lélegur. En lýsing þín á þessum tónleikum er ekkert spennandi, sinfónía og djass eru ekki spennandi saman í mínum huga.
Nei, sinfóníuhljómsveit er ekki sérlega líkleg til að ná spunanum sem á þó að vera aðalsmerki frídjassins.
Ætli það sé jafnerfitt að hlusta á Ornette og það er að næla sér í aur vegna ljóðaútgáfu á Íslandi? Nei kannski ekki alveg.
Skrifa ummæli