mánudagur, 30. júlí 2007

Höfum kurteisina að leiðarljósi - hún vísar veginn til betra samfélags


Langflestir eru kurteisir. Það vil ég að minnsta kosti meina eftir að hafa starfað sem safnvörður, veiðivörður, bensínafgreiðslumaður og nú bókavörður. Í heildina séð eru miklu, miklu fleiri kurteisir heldur en ekki. Restin getur farið til andskotans!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ekki nóg að hafa kurteisina að leiðarljósi, við verðum að hafa bindindið og reglusemi að leiðarljósi ásamt vinnusemi, stundvísi og trausti á yfirvöld. Það þýðir ekkert að vera með staðlausar fullyrðingar um kurteisi, þetta er innihaldslaust blaður. Svo eru þeir hinir sömu menn farnir á örskotsstundu á krá Kormákar og Skjaldar og þvaðra þar yfir bjórviðbjóði. Nei, nú er nóg komið, kurteisin er bara yfirbreiðsla lífernis sem einkennist af þekkingarskorti og óhófi, kveðja Ingimundur.

Nafnlaus sagði...

svei Ingimundur!

amen Svanur!

Nafnlaus sagði...

Sammála síðasta ræðumanni.