miðvikudagur, 11. júlí 2007

Nemó og Neró


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Hver er besti knattspyrnumaður Íslendinga fyrr og síðar?


Albert Már Steingríms: Enginn einn en þrír fylla úrvalsflokk. Albert Guðmundsson, Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen.


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Rauður eða blár?


Albert Már Steingríms: Blár sem litur, rauður sem pólitík og bleikur er ekki kvennalitur heldur stelpulitur. Kvennalitur er óræður.


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Gætir þú lifað af án síma, sjónvarps og tölvu?


Albert Már Steingríms: Á meðan hjartað dælir blóði. Svarið er já. Svarið er einnig að lífið væri hugsanlega mun athyglisverðara, jafnvel betra ef eitthvað er, án þessara tóla og tækja.


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Kjaftæði kerling.


Albert Már Steingríms: Hvað sagðirðu?


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Ha, nei, ekkert. Vindum okkur í næstu spurningu. Pungsviti eða píkufýla?


Albert Már Steingríms: Ilmurinn af Holtasóley og Æpikertablómi hafa ávallt heillað mig hvað mest.


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Æi, ég var nú bara að meina streit eða gay. En allt í lagi, let´s move on.


Albert Már Steingríms: You Better Move On er eitt af mínum uppáhalds lögum með Stones. En þó fíla ég Can´t You Hear Me Knocking og Gimme Shelter ennþá betur en You Better Move On. Ég var alltaf Keith Richards en samt héldu allir að ég væri Mick Jagger. Hann er drottning en ég er ekki drottning. Smá drottning í mér þó.


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Kettir eða hundar?


Albert Már Steingríms: Kettir. Hundar eru óþolandi til lengdar.


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Uppáhaldslið í enska boltanum?


Albert Már Steingríms: Manchester United. Á Spáni hef ég lengi haldið með Barcelona en ekki liðinu hans Frankós, hommunum í Real Madrid. Annars hafði ég aldrei neitt á móti Frankó.


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Ég var ekkert að spyrja þig um Spán. Bara að lokum, hefurðu keypt þér einkadans?


Albert Már Steingríms: Já, í byrjun nóvember frekar en í lok október, árið 1997. Þetta var á stað sem hét Vegas. Ég var blindfullur, búinn að vera að í meira en þrjá daga. Þessi reynsla bætti miklu við timburmennina sem yfir mig helltust daginn eftir. Hef haldið mig við hommaklám síðan. Með öðru auðvitað líka.


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Við þökkum Alberti fyrir svörin.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha
Albert... og Ananasson
eru þetta tilvitnanir í einhver real conversation eða?
Ps hlakka til að sjá ykkur öll í brúðkaupi á morgun:)
Þ.e. ykkur sem var boðið-- sem sagt úrvalsliðið..

Svanur Már Snorrason sagði...

Allt er tilvitnun í allt ef vilji er fyrir hendi. Tilvitnun í allt er skammt á veg komin og hér eiga/áttu sér stað real conversations og ekki real conversations - en það er einmitt hugurinn og lífið - við öll og lyklaborðið sem einu sinni var ritvél. Sjáumst á morgun góða frænka. Er ekki kærastinn góður við þig? Þú verður að vera góð við hann því hann er karlmaður og konur eiga að vera góðar við karlmenn því þeir eru svo góðir.

Hjalti sagði...

En Svanur, veistu hvað Ljóminn er ljómandi góður? Veistu það, ha?

Svanur Már Snorrason sagði...

Lengi vitað það.