laugardagur, 15. janúar 2011

Eir-kvót


Þegar ég vann á Séð & Heyrt undir stjórn Eiríks Jónssonar tókum við Ragga (sem nú er ritstjóri) upp á því að safna saman nokkrum góðum setningum Eiríks (held að Ragga hafi byrjað á þessu fyrr en ég var þó snöggur að átta mig á þessu og hripaði stundum niður) í skjal og þetta skjal er til ennþá og má alls ekki glatast. Ég á nokkur Eir-kvót í mínum fórum og fæ vonandi send fleiri á næstunni frá Röggu. Eiríkur gat verið alveg sérlega skemmtilegur ef sá gállinn var á honum og lágum við stundum í krampa yfir bullinu/gullinu sem kom út úr honum og ef við hefðum verið duglegri við þetta (þurftum að vinna frekar mikið) ættum við Ragga efni í góða bók sem myndi vera hundrað sinnum fyndnari en einhver Bjögga Halldórs-kvót og sögur. Við Ragga getum reyndar sagt margar skemmtilegar og sérkennilegar sögur af Eiríki og ætli við skellum ekki seinna meir í bók þar sem blandað verður saman kvótum og sögum - það verður lesning í lagi. En ég ætla að birta eitt og eitt Eir-kvót á næstunni hér á þessari mögnuðu síðu. Það fyrsta kemur fljótlega.

Engin ummæli: