Fuglarnir á flugbrautinni grátbáðu auðkýfinginn um far með einkaþotu hans. Sögðu vængi sína laskaða eftir árekstur við Turninn í Kópavogi. Auðkýfingurinn, sem á stóran hlut í Turninum, sá þá aumur á þeim og hleypti um borð. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem fuglarnir á flugbrautinni halda suður á bóginn í einkaþotu auðkýfings.
1 ummæli:
Nú, tæpum þremur mánuðum eftir að sagan um fuglana á flugbrautinni var skrifuð, horfir málið allt öðru vísi við. Það væri helst auðkýfingurinn sem ætti að þurfa að sníkja far með fuglunum næst þegar hann ætlar að skreppa til Tortola.
Skrifa ummæli