mánudagur, 24. mars 2008

Stóra Spurningin


Í eldhúsinu á Sléttahrauni sátu Elísa, Valur, Ásdís og Svanur. Rætt var um Guðbjörgu, ömmu Ásdísar og langömmu krakkanna, en hún lést árið 1994. Valur spyr hvar þessi amma sín eigi heima og mamma hans svarar með því að segja að hún sé dáin. Þá spurði Valur: Hver drap hana?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Valur hefur auga fyrir góðum spurningum. Það er ekkért betra en CSI í eldhúsinu.

Kveðja Diddi

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kommentið kæri vinur. Alltof langt síðan við höfum hist af einhverju viti. Kv, Svanur

Nafnlaus sagði...

Algjör snilld þessi drengur :)
Kv. Guðbjörg

Hjalti sagði...

Ég er ekki frá því að ég hafi heyrt þessa spurningu hafða eftir öðru barni á annarri öld. Kannske að þetta hafi verið brandari í Æskunni á sínum tíma. Ég er þó ekki að saka ykkur feðgana um ritstuld. Þetta er líklega bara það sem kallað er "collective unconscious" og er til umræðu í skrifum Jungs. Annað dæmi um þetta er það þegar börn (einkum úngir dreingir) sveifla höndunum út í loftið og labba í átt að fullorðna fólkinu og segja: "Ég er bara að sveifla höndunum... Það er bara þér að kenna ef þú verður fyrir..." Annars er Batman-bolurinn flottur.