fimmtudagur, 20. mars 2008

Borða Hnakkamellur kjötbollur?

(Höf. E.J.)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta lét E.J. flakka í matsalnum á sínum tíma þegar hann sá H.M. gúffa í sig kjötbollum eins og henni væri borgað fyrir það. Hann á það til að vera beinskeyttur. Kv, Svanur

Hjalti sagði...

Fékk mér einmitt kjötbollur í kvöldmat.

Hef annars litlu við þessa athugasemd E.J. að bæta.

Svanur Már Snorrason sagði...

Það hefði ekki komið mér neitt á óvart að hnakkamellur ætu kjötbollur. En heldur ekki ef þær ætu þær ekki. Kannski koma hnakkamellur ekkert á óvart þegar matur er annars vegar. Kjötbollur í brúnni, kartöflumús og gulrætur og grænar baunir, er matur sem við Íslendingar fúlsum ekki við - fáir í það minnsta. Flestum finnst þetta ágætis matur. Ég er klár á því að mun fleira fólki hér á landi finnist kjötbollur í brúnni með öllu tilheyrandi betri en til dæmis steiktar fiskibollur með kartöflum og einhverju öðru. En fiskibollur í dós - frá ORA (nema hvað) - í gulri sósu (karrý) og kartöflum og/eða hrísgrjónum hafa ávallt verið hátt skrifaður matur hjá undirrituðum. Og drekk ég mjólk með, en það geri ég nánast aldrei með mat. Helst Undanrennu. Léttmjólk sleppur en Nýmjólk get ég ekki með góðu móti komið niður. Plokkfiskur er matur sem ég kann að meta og með honum drekk ég líka mjólk (Undanrennu). Þá er gott að hafa Stellu rúgbrauð með og væna smjörklípu. Jæja, þá læt ég þessu matartali lokið. Góðar stundir. Páskasunnudagur á morgun.