mánudagur, 17. mars 2008

Valur Áki stuttklipptur


6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæti litli krútti !!

Nafnlaus sagði...

Ég bið kærlega að heilsa öllum lesendum þessarar frábæru síðu föður míns - kveðja, Sæti Litli Krútti

Hjalti sagði...

Einkunnin 'litli sæti krútti' hlýtur að nálgast það að vera hágildi allrar tilfinningalegrar fagurfræði. Því miður kemur ekki fram hvaða nafnlausi lesandi síðunnar frábæru sagði þetta, en ég giska á að það hafi verið Rottumaðurinn.

Nafnlaus sagði...

Tek undir það. Ertu búinn að kaupa myða á Dilan? Kv, Svanur

Hjalti sagði...

Ekki búinn að kaupa, salan hefst 28unda þessa mánaðar og degi fyrr fyrir þá sem eiga Meistarakort, en þeim hópi tilheyri ég einmitt. Verðið er í hærra kantinum en maður kvartar sosum ekki, það er ekki eins og maður eigi neitt val hérna. Geri fastlega ráð fyrir að þú mætir? Ef þú tekur Sæta Litla Krútta með þér mun hann geta sagt á elliheimilinu árið 2091: "Ég sá Bob Dylan á tónleikum". Það ár verða einmitt liðin hundraðogfimmtíu ár frá fæðingu BD. Að lokum má geta þess að aldursmunurinn á milli Valsáka og Bobs er sá sami og milli þín og Bukka White.

Nafnlaus sagði...

Ég stefni á að mæta. Hins vegar ætla ég að reyna að komast inn í gegnum tímaritið (ekki bókstaflega) en við verðum með ljósmyndara og mér skilst að blaðamaður geti alltaf fylgt honum. Spurning hvort það komi ekki í minn hlut. ég hef allavega sóst eftir því. Spurning hvort E.J. hafi nokkurn áhuga. Ég vona að þetta takist. Kv, Svanur