Helgislepja og þakkarsukk
Tveir dagskrárliðir RÚV nýlega fengju velgjuna til að vætla í munni.
Eddan, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, þar sem fólk í ýmsu ástandi tók við verðlaunum fyrir vel unnin störf. Spýtandi út úr sér þökkum. Ekkert að því að verðlauna, en að sýna það í beinni útsendingu í því sem á að kallast sjónvarp allra landsmanna, á besta tíma, er bara lélegur brandari.
Þetta var álíka skemmtilegt og að naglhreinsa spýtur í átján stiga gaddi verandi vettlingalaus. Þetta var líkt og sýnt væri beint frá uppskeruhátíð yngri flokka í íþróttum eða árshátíð stórfyrirtækis – gaman fyrir viðkomandi - en ekki spennandi sjónvarpsefni.
Og svo dagur íslenskrar tungu - 16. nóvember - fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. 200 ár liðin frá fæðingu skáldsins. Ekkert heldur að því að halda uppá daginn. En þarf svona mikla helgislepju? Þurfa leiðindin og hátíðleikinn að drjúpa af hverju strái?
Þetta var svo leiðinleg dagskrá að ég myndi frekar vilja vera staddur allsber inn í íshelli á Austurpólnum með fimmtán blindfullum mörgæsum og tólf sjálfdauðum hrossum heldur en að þurfa að horfa upp á þennan hrylling aftur.
Það ánægjulega var að sjá hinn aldna og virta biskup, Dr. Sigurbjörn Einarsson, heiðraðan á þessum degi. Maður sá að hann frábað sér helgislepjuna, hneigingarnar og falsið sem þarna var ríkjandi.
Dr. Sigurbjörn og Jónas voru menn dagsins. Engir aðrir.
Höldum uppá það sem vert er að halda uppá. En ekki drepa fólk úr leiðindum, snobbi og hræsni; ekki vera alltaf með forsetann og ráðherra á sviðinu.
Jónas hefði, að ég held, ekki viljað svona tilgerð, snobb og sýndarmennsku, og alls ekki þessi yfirþyrmandi leiðindi sem voru í þessari sjónvarpsdagskrá. Held hann hefði bara viljað gott partý (kannski í stigalausu húsi) þar sem hressleikinn væri allsráðandi.
Víkurfréttir, 22. nóvember 2007
Tveir dagskrárliðir RÚV nýlega fengju velgjuna til að vætla í munni.
Eddan, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, þar sem fólk í ýmsu ástandi tók við verðlaunum fyrir vel unnin störf. Spýtandi út úr sér þökkum. Ekkert að því að verðlauna, en að sýna það í beinni útsendingu í því sem á að kallast sjónvarp allra landsmanna, á besta tíma, er bara lélegur brandari.
Þetta var álíka skemmtilegt og að naglhreinsa spýtur í átján stiga gaddi verandi vettlingalaus. Þetta var líkt og sýnt væri beint frá uppskeruhátíð yngri flokka í íþróttum eða árshátíð stórfyrirtækis – gaman fyrir viðkomandi - en ekki spennandi sjónvarpsefni.
Og svo dagur íslenskrar tungu - 16. nóvember - fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. 200 ár liðin frá fæðingu skáldsins. Ekkert heldur að því að halda uppá daginn. En þarf svona mikla helgislepju? Þurfa leiðindin og hátíðleikinn að drjúpa af hverju strái?
Þetta var svo leiðinleg dagskrá að ég myndi frekar vilja vera staddur allsber inn í íshelli á Austurpólnum með fimmtán blindfullum mörgæsum og tólf sjálfdauðum hrossum heldur en að þurfa að horfa upp á þennan hrylling aftur.
Það ánægjulega var að sjá hinn aldna og virta biskup, Dr. Sigurbjörn Einarsson, heiðraðan á þessum degi. Maður sá að hann frábað sér helgislepjuna, hneigingarnar og falsið sem þarna var ríkjandi.
Dr. Sigurbjörn og Jónas voru menn dagsins. Engir aðrir.
Höldum uppá það sem vert er að halda uppá. En ekki drepa fólk úr leiðindum, snobbi og hræsni; ekki vera alltaf með forsetann og ráðherra á sviðinu.
Jónas hefði, að ég held, ekki viljað svona tilgerð, snobb og sýndarmennsku, og alls ekki þessi yfirþyrmandi leiðindi sem voru í þessari sjónvarpsdagskrá. Held hann hefði bara viljað gott partý (kannski í stigalausu húsi) þar sem hressleikinn væri allsráðandi.
Víkurfréttir, 22. nóvember 2007
1 ummæli:
Og DJ Brynkz myndi sjá um mússiggina. Annars hafði ég lúmskt gaman af því að naglhreinsa spýtur þegar ég var lítill. Aðstoðaði föður minn gjarnan við slíkt. Á Austurpólinn hef ég hins vegar aldrei komið.
Skrifa ummæli