föstudagur, 18. janúar 2008

Tengingin 2


Í annað sinn á þessari heimasíðu er boðið uppá dagskrárliðinn Tengingin. Síðast var Hjalti hlutskarpastur. En nú er spurt um tenginguna á milli enska rithöfundarins Aldous Huxley og strætóleiðarinnar Grandi Vogar 2. Hver er hún? Og verðlaunin að þessu sinni eru ekki af verri endanum: Kippa af Pilsner Urquell í gleri (fáist hann á annað borð í gleri eða yfirhöfuð - ef ekki þá bara önnur tegund). Gangi ykkur vel.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri að koma með barnaspurningar líka? Sjensinn að ég geti svarað þessu.

Nafnlaus sagði...

Ég á dálítið af barnaspurningum á lager en er ekki viss um að noti þær á þessari síðu. Meistarinn gæti orðið reiður! Kv, Svanur

Hjalti sagði...

Þú mátt alla vega ekki bjóða Pilsner Urquell í verðlaun í barnagetrauninni. Nær væri að bjóða kippu af sykurskertri kókómjólk à la Valur Áki.

Annars er ég búinn að brjóta heilann um Huxley og leið tvö og dettur hreinlega ekkert í hug.

Nafnlaus sagði...

Já, sykurskert kókómjólk væri Val Áka mjög að skapi. En þetta var hins vegar frekar "nastý" tenging - mjög erfið. Og hún er svona: íslenska hljómsveitin Soma gaf út árið 1997 hljómplötuna Föl. Eitt lag af þessari plötu varð geysivinsælt um sumarið 1997 en það heitir einmitt Grandi Vogar 2. Þannig að (eitur)lyfið soma sem er að finna í Brave New World eftir Huxley skapaði nafn á íslenskri hljómsveit (það er staðreynd), Soma, sem gerði lagið áðurnefnda vinsælt, nefnt í höfuðið á þekktri strætóleið í rvk er tengingin að þessu sinni. Súrt, I know.

Nafnlaus sagði...

ég ætlaði einmitt að giska á þetta...

Nafnlaus sagði...

...já, varst bara aðeins of sein, er það ekki?... :)

Kv, Svanur