Kynnir: Ég hef margt séð og heyrt og kippi mér ekki mikið upp við smá mannlíf – en hvað um það förum og skoðum næsta dagskrárlið – förum reyndar ekkert – skellum bara teipinu í og slökum á – er það ekki litlu hrognkelsin mín? Æi kannski var þetta of væmið – the Reflex – gjörið svo vel.
Bóhem: Ætli það séu áhorfendur hérna? Hvað ef einhver skyldi sjá eitthvað sem hann ætti ekki að sjá eða jafnvel ekki skilja. Sjá og skilja, getum við aðgreint það auðveldlega. Sjáum við eitt og skiljum við annað, skiljum við sumt en sjáum annað ekki? Ég veit það ekki, skilningur og skynjun, sjón og áþreifanleiki eiga ekki alltaf saman. Gaman væri ef allir væru voða víðsýnir og fullir af kærleik. Svona líkt og Tarzan. Eða þrællinn Mandingo. Eitthvað er ekki eins og það á að vera. Sennilega miklu meira en bara eitthvað. Gaman væri hins vegar að fá skilgreiningu á því hvernig þetta allt saman á að vera, lífið köllum við það einu orði. Stærsta orð sem til er. Að bjóða til einhvers, veislu út af engu tilefni, sýningu án sérstaks markmiðs eða bara partý þar sem markmiðið er að sem flestir, vonandi allir, skemmti sér vel. Tilgangurinn er ekki endilega í mótvægi við tilgangsleysið því túlkunin hjá mönnunum er svo misjöfn og óvíst hvort þessi orð séu eitthvað höfð í huga hvert svo sem málið sé. Að nálgast hlutina á óvenjulegan hátt er drullugott, það finnst mér. Hver ætli ég sé og hvað tíðnisviði skyldi ég tilheyra? Hvað með ykkur?
Bolkur: Okkur, ég er bara hérna einn. Hvað ertu að tuða þarna, þykistu vera eitthvað heimspekifrík. Ertu að réttlæta eitthvað fyrir einhverjum og til hvers? Hefur þú ekki nógu mikið álit á fólki til að skilja og meðtaka það sem því er boðið uppá? Ertu einn af þeim sem þurfa alltaf að hafa vit fyrir öðrum, afskiptasamur með forræðishyggjuna á heilanum? Samt þekkjumst við.
Bóhem: Ætli það séu áhorfendur hérna? Hvað ef einhver skyldi sjá eitthvað sem hann ætti ekki að sjá eða jafnvel ekki skilja. Sjá og skilja, getum við aðgreint það auðveldlega. Sjáum við eitt og skiljum við annað, skiljum við sumt en sjáum annað ekki? Ég veit það ekki, skilningur og skynjun, sjón og áþreifanleiki eiga ekki alltaf saman. Gaman væri ef allir væru voða víðsýnir og fullir af kærleik. Svona líkt og Tarzan. Eða þrællinn Mandingo. Eitthvað er ekki eins og það á að vera. Sennilega miklu meira en bara eitthvað. Gaman væri hins vegar að fá skilgreiningu á því hvernig þetta allt saman á að vera, lífið köllum við það einu orði. Stærsta orð sem til er. Að bjóða til einhvers, veislu út af engu tilefni, sýningu án sérstaks markmiðs eða bara partý þar sem markmiðið er að sem flestir, vonandi allir, skemmti sér vel. Tilgangurinn er ekki endilega í mótvægi við tilgangsleysið því túlkunin hjá mönnunum er svo misjöfn og óvíst hvort þessi orð séu eitthvað höfð í huga hvert svo sem málið sé. Að nálgast hlutina á óvenjulegan hátt er drullugott, það finnst mér. Hver ætli ég sé og hvað tíðnisviði skyldi ég tilheyra? Hvað með ykkur?
Bolkur: Okkur, ég er bara hérna einn. Hvað ertu að tuða þarna, þykistu vera eitthvað heimspekifrík. Ertu að réttlæta eitthvað fyrir einhverjum og til hvers? Hefur þú ekki nógu mikið álit á fólki til að skilja og meðtaka það sem því er boðið uppá? Ertu einn af þeim sem þurfa alltaf að hafa vit fyrir öðrum, afskiptasamur með forræðishyggjuna á heilanum? Samt þekkjumst við.
2 ummæli:
Geirlindur: Merkilegt þetta sem þú segir með sjón og skilning, maður leggur þetta tvennt að jöfnu. Anglófónarnir segja 'I see' og meina 'Ég skil', gætu líka verið að meina 'Ég sé'. Frakkarnir nota orðið 'voir' um 'að sjá' en 'savoir' þýðir 'að vita'. Ég fékk aldrei að fara í hringekju sem barn.
Ég fór í stórt tívolí á Spáni, 1982 eða 1983 (fór bæði árin til Spánar en bara annað árið í tívolí), og þegar nokkrir regndropar féllu til jarðar var því lokað og allir reknir hið snarasta burt. Ekki mjög traustvekjandi, svona eftir á, og reyndar einnig á meðan því stóð. Kv, Svanur
Skrifa ummæli