föstudagur, 25. janúar 2008

Cowgirl In The Sand


Ætli Neil hafi komið til Íslands og samið þessa snilld. Cowgirl. Cowgirl In The Black Sand ef Clint Eastwood hefði leikstýrt. En vá, hvað þetta lag er gott. Dylan, Bowie og Young saman, annaðhvort án eiturlyfja eða á algjöru trippi, þvílík músík sem þar myndi samin verða. Svona eins og Miles Davis og Jaco Pastorius hefðu grúppað sig saman, edrú (ólíklegt), eða á alvöru kókaín-trippi, og látið Wayne Shorter um upptökur. Tréhestar. Engin táfýla þar.

3 ummæli:

Hjalti sagði...

Jú mikið rétt, Njáll kom til Íslands og samdi lagið. Hann fékk molasopa hjá lögreglustjóranum á Bakkafirði. Þar var hann kynntur fyrir íslenskri ljóðlist, en börn lögreglustjórans voru að læra fyrir íslenskupróf. Njáll stautaði sig í gegnum nokkrar síður í Skólaljóðunum, þ.á.m. Rauða steininn eftir Guðmund Böðvarsson. Þaðan fékk hann 'Ruby in the Dust' og það allt saman. Trallala.

Nafnlaus sagði...

Já, mig minnti að þetta hefði einmitt verið svona. En ég hélt reyndar að hann hefði fengið molasopann hjá stiftamtmanni á Borgarfirði hinum eystri. Kv, Svanur

Ps: Vissi að stiftamtmaður þarna fyrir austan hélt mikið uppá lagið You Belong To Me í flutningi Dean Martin en Njáll hins vegar líkað betur við útgáfu Bjögga og Krumma af þessu sama lagi. En það er nú önnur saga og á einmitt heima í ps.

Hjalti sagði...

Einu sinni var You Belong to Me flutt í Gettubetur, það var 2002 að mig minnir, og kvað Logi Bergmann lagið vera eftir Bob Dylan. Álfaskeiðshjónin á númer 43 héldu að svo væri nú ekki. Þau grófu hins vegar upp sándtrakkið úr Natural Born Killers, þar sem lagið er í flutningi Bobs, og sýndu þannig fram á misskilininginn. VP sagði mér söguna, og bætti við: "Já, það er ekki komið að tómum kofanum hjá sumum."