Spurt er: Hver er tengingin á milli Ringo Starr og Davíðs Þórs Jónssonar?
Ps: Þar sem þetta er nýr liður á þessu bloggi þá er vert að taka það fram að auðvitað geta verið fleiri en ein tenging á milli manna, en ég er hins vegar bara, í hverri færslu, að leita að einni tengingu. Verðlaunin eru uppbyggjandi hrós frá mér og það myndu margir kalla mikið.
Kv, Svanur
7 ummæli:
hmm.. það fyrsta sem mér dettur í hug er svolítill perragangur, eða það finnst mér. Kannski segir það meira um mig en þá.
Malas Kalas
Þetta er nú augljóst mál. Tengingin er Tommi togvagn (Thomas the Tank Engine), sem Ringo talaði fyrir en Davíð Þór þýddi á íslensku.
Annar möguleiki, og ekki síður áhugaverður, væri sú staðreynd að Ringo söng "You're sixteen", en Davíð Þór söng "Krakki eins og þú". Tilbrigði við sama stefið.
Hrós, takk.
Vissi vel að það yrði erfitt að eiga við þig, Hjalti, og þá auðvitað í jákvæðum skilningi. Þetta er rétt hjá þér Hjalti en það vantar þó að Davíð talaði einnig fyrir Tomma. Svo er annað, sem ég var ekki að fiska eftir, að báðir áttu í erfiðleikum með áfengið, en það er önnur saga. Hrósið fær því Hjalti og það er þannig: Þú ert ákaflega skemmtilegur maður og það er nánast sama við hvað þú sýslar, þar nærðu toppárangri. Getur auðveldlega orðið ríkur í bæði andlegum og veraldlegum skilningi (er ekki nóg komið núna?). :) Kv, Svanur
Akkúrat, einn vaktmaðurinn talaði sagði fyrir stuttu að Hjalti ætti eftir að verða efnaður. Og átti þar við veraldlega skilninginn.
semsagt talaði og sagði, þó meiningin hafi ekki verið að stilla orðunum samhliða.
Ég er hreint ekki viss um að auður og völd séu það sem ég þrái. Er frekar að pæla í villtum ástarævintýrum inná línherberginu í Arnarholti, með frelsun til Al Anon og bílskúrsbúddisma í beinu framhaldi.
Hljómar ágætlega Hjalti. En pælingin með hrósinu var kannski sú að innra með þér og í kringum þig er að finna ríkidæmi (djíses kræst maður). Annars verða verðlaunin fyrir næstu tengingu klárlega eitthvað annað en hrós frá mér því mér er farið að líða eins og höfundum bóka sem geymdar eru í 158 og 158.1. Hrós er næring (viltu hætta drengur, strax!). Kv, Svanur "munkurinn sem hélt úti hálfsjálfvirkri heimasíðu og langaði mikið í Uzi" Snorrason.
Skrifa ummæli