Með bólur í bekkjarpartý
Fór í bekkjarpartý um daginn. Góð hugmynd að hitta gömlu skólasystkinin úr Víðistaðaskóla í heimahúsi áður en haldið var á hið hefðbundna “reunion” með öllum úr hinum bekkjunum.
Skemmtilegt, en hugmyndin að bekkjarpartýinu þó best; þarna hittist fólk sem var árum saman í bekk og margir hverjir hafa lítið sem ekkert hist í áranna rás. Rifjaðir voru upp gamlir og góðir tímar, og svo voru auðvitað allir (í leyni) að skoða hvernig árin hefðu nú farið með gömlu bekkjarsystkinin, og sjálfan sig í samanburði. Gaman að því.
En ekki gaman að einu sem gerðist fyrir mig í vikunni fyrir partýið. Ég fékk bólur á nýjan leik. Já, ég var sá sem fékk að vera holdgervingur unglingsáranna – 36 ára gamall. Tvær stórar og ógeðslegar bólur létu á sér kræla – önnur á enninu vinstra megin en hin, einnig vinstra megin, rétt ofan við efri vörina. Þetta voru kýli og ég hugsaði um að láta ekki sjá mig enda viðkvæmur fyrir svona hlutum – algjör kelling.
En sama dag og partýið var hóf ég sjálfspyntingar með það að markmiði að kreista allt sem hægt var að kreista úr ófögnuðinum. Fékk lánaðan beittan augnbrúnaplokkara hjá konu minni; vætti hann í spritti og stakk svo á með tilheyrandi sársauka (og talsverðri andlegri skömm). Mikið vall út. Þetta leit betur út en þó ekki vel.
Því var gripið til þess ráðs að nota snyrtivörur og aftur lét andlega skömmin á sér kræla. Konan setti meik á bólusmettið og þetta leit betur út. Músík og mjöður juku svo á tiltrú þess að ætlunarverkið hefði tekist og ég gæti sýnt á mér fésið án þess að líta enn út eins og ég gerði árið 1987. Aðrir verða að dæma um það því ég hætti að hugsa um þetta, það var svo gaman að hitta gömlu bekkjarsystkinin.
En hvort sem fólk tók eftir meikinu á mér eður ei þá verður maður alltaf að reyna að halda andlitinu.
Víkurfréttir, 25. október 2007
Fór í bekkjarpartý um daginn. Góð hugmynd að hitta gömlu skólasystkinin úr Víðistaðaskóla í heimahúsi áður en haldið var á hið hefðbundna “reunion” með öllum úr hinum bekkjunum.
Skemmtilegt, en hugmyndin að bekkjarpartýinu þó best; þarna hittist fólk sem var árum saman í bekk og margir hverjir hafa lítið sem ekkert hist í áranna rás. Rifjaðir voru upp gamlir og góðir tímar, og svo voru auðvitað allir (í leyni) að skoða hvernig árin hefðu nú farið með gömlu bekkjarsystkinin, og sjálfan sig í samanburði. Gaman að því.
En ekki gaman að einu sem gerðist fyrir mig í vikunni fyrir partýið. Ég fékk bólur á nýjan leik. Já, ég var sá sem fékk að vera holdgervingur unglingsáranna – 36 ára gamall. Tvær stórar og ógeðslegar bólur létu á sér kræla – önnur á enninu vinstra megin en hin, einnig vinstra megin, rétt ofan við efri vörina. Þetta voru kýli og ég hugsaði um að láta ekki sjá mig enda viðkvæmur fyrir svona hlutum – algjör kelling.
En sama dag og partýið var hóf ég sjálfspyntingar með það að markmiði að kreista allt sem hægt var að kreista úr ófögnuðinum. Fékk lánaðan beittan augnbrúnaplokkara hjá konu minni; vætti hann í spritti og stakk svo á með tilheyrandi sársauka (og talsverðri andlegri skömm). Mikið vall út. Þetta leit betur út en þó ekki vel.
Því var gripið til þess ráðs að nota snyrtivörur og aftur lét andlega skömmin á sér kræla. Konan setti meik á bólusmettið og þetta leit betur út. Músík og mjöður juku svo á tiltrú þess að ætlunarverkið hefði tekist og ég gæti sýnt á mér fésið án þess að líta enn út eins og ég gerði árið 1987. Aðrir verða að dæma um það því ég hætti að hugsa um þetta, það var svo gaman að hitta gömlu bekkjarsystkinin.
En hvort sem fólk tók eftir meikinu á mér eður ei þá verður maður alltaf að reyna að halda andlitinu.
Víkurfréttir, 25. október 2007
5 ummæli:
Músík og mjöður væri gott nafn á tónlistarbúð, þar sem væri líka bar. Svipað og að heimsækja Tólf tóna, þar sem manni er alltaf boðið uppá kaffi, nema að þarna yrði manni boðið upp á bjór.
Vona annars að enginn sé búinn að gleyma Músík og myndum á Reykjavíkurvegi, sem var mér alla tíð kærkomin, þótt starfsfólkið væri alla jafna mjög tortryggið.
Nei, ekki er ég búinn að gleyma Músík og myndum. Frænka mín vann einu sinni þar, en var rekin vegna þess að hún gleymdi að læsa búðinni að aflokinni kvöldvaktinni og fyrstur maður í hús næsta morgun var auðvitað eigandinn/verslunarstjórinn. Músík og sport er hins vegar líka sterkt í minni minningu. Kannski, Hjalti, stofnum við í framtíðinni tónlistarbúð eða aðra búð eða bara eitthvað fyrirtæki sem við myndum nefna Músík og mjöður. Allt út af því að ég var með bólur í bekkjarpartýi! Kv, Svanur
Músík og myndir hafði sinn sjarma. Á fyrri hluta tíunda áratugarins voru vídeóleigur helstu skemmtistaðir fólks á mínum aldri. Maður þurfti þó alltaf að labba rólega út úr Músík og myndum, út af músíkinni, þú skilur, starfsfólkið hélt alltaf að maður væri að stela diskum. Síðasta minning mín úr Músík og myndum mun hafa verið árið 1996 þegar ég keypti þar (What's the Story) Morning Glory? og borgaði verkið með klinki, glænýjum hundraðköllum. Fékk mikið lof fyrir frá frænku þinni afgreiðslustúlkunni sem vantaði einmitt skiptimynt. Mér fannst eins og hún hefði fyrirgefið mér á einu bretti öll þau skipti sem hún hafði mig grunaðan um að stela diskum (sem ég gerði að sjálfsögðu aldrei).
mér segir svo hugur að Rúna hefði gaman af þessum pistli, jafnvel afbrigðilega gaman.
ég hafði bæði gagn og gaman af, þó ekki afbrigðilega.
Já, Rúnninn Rófulausi hefði klárlega gaman af þessum pistli. Kv, Svanur
Skrifa ummæli