miðvikudagur, 23. janúar 2008

Fréttaauki - Fréttir - Séð & heyrt


Íslendingar unnu Ungverja í kvöld. Heath Ledger lést í gær. Stebbi fr. er búinn að blogga um báða atburði eins og ég. Eða þannig. Fleetwood Mac er yndislega góð hljómsveit (þá meina ég með Lindsey Buckingham innanborðs). Hjalti og Linda eru efnilegir þýðendur. Á mánudaginn byrja ég að vinna á Séð & heyrt. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 20,1% frá áramótum og ekki er langt síðan það voru áramót. Kristín Jóna og Halla leggja stund á almenna bókmenntafræði og nota ég nú loksins tækifæri til að lýsa ánægju minni með að það skuli þær gera. Harpa Rut er nýbyrjuð að vinna við skjöl. Ég hef undanfarið hlustað óhóflega mikið á lögin Cristobal með Devendra Banhart og Bram Stoker með Soma. Einnig hef ég að undanförnu sett óvenju oft í þvottavélina og uppþvottavélina. Aui ætlar að klára bómenntafræðina í vor og er loksins orðinn reglulegur lesandi bloggsins míns. Hann er að lesa þetta (eða mun gera það og hlusta um leið á Klaus Nomi). Ásdís Erla er kominn í smá frí frá vinnunni og á hún það skilið. Ég ætla ekki að fá mér hund og köttur drauma minna virðist ekki geta hætt að skíta í sandkassann á lóðinni. Nágrannarnir eru ekki ánægðir með það en hafa hingað til ekki kvartað yfir fisknum í minni íbúð sem syndir fram og til baka í fiskabúrinu (miðað við stærð hans er þetta nú ekki svo slæmt) og bíður eftir því að einhver gefi honum eitthvað annað en niðurskorinn litaðan pappír að éta. Hann þarf að bíða ansi lengi. Róbert er bróðir Aua og hann gaf mér meðmæli og ég er þakklátur honum fyrir það. Þykir mjög vænt um Róbert (og auðvitað marga aðra sem vita það alveg og ég þarf ekkert að telja það fólk hér upp þótt ég segi þetta um Róbert núna). Síðasta lagið á plötu The Eagles, Hotel California, heitir The Last Resort, og er alveg frábært. Líka lagið Mr. Bojangles með Bob Dylan. Góða nótt, kæru vinir.

11 ummæli:

Hjalti sagði...

Sveimérþá, ég held ég renni The Village Green Preservation Society í gegn í tilefni af þessum fréttum. Og það geri ég sko ekki á hverjum degi. Til lukku!

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með nýju vinnuna, þú átt þetta svo sannarlega skilið kæri Svanur.
Kv. Guðbjörg og co.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju :)

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir þetta. Gott að heyra í ykkur. Kv, Svanur

Nafnlaus sagði...

Bíddu bíddu, hvað er í gangi? Á maður að fara að lesa Séð og heyrt?

Unknown sagði...

Til hamingju með nýju vinnuna Svanur. Fer að lesa Séð og heyrt aftur!

Hjalti sagði...

Verðurðu í ljósmyndunum líka? Fáum við súrar myndir af ljósakrassi og drullupollum í S&H? Færðu að velja Séðogheyrt-stúlkurnar? Ef þig vantar hjálp við að semja smellnar og stuðlaðar fyrirsagnir þá slærðu bara á þráðinn.

Nafnlaus sagði...

Þið verðið víst að fara að lesa blaðið. Og ég reikna ekki með að mér verði hleypt í ljósmyndirnar - þótt ég gjarnan vildi koma með nokkrar gallsúrar. Hjalti, ég á örugglega eftir að bjalla í þig, tek þessu tilboði klárlega. Ég veit ekki með stúlkurnar - kannski fæ ég að velja eina og eina :)
En aftur segi ég að það er gott að heyra í ykkur og enn skemmtilegra að hitta ykkur öll. Kv, Svanur

Nafnlaus sagði...

mér finnst að þú ættir að finna fyrst séð og heyrt strákinn..

Unknown sagði...

GEGGJAÐ! - ég hengdi myndina sem þú gafst mér af mér upp undir ljósi í flottu rými undir ljósi í gærkvöldi, með bjór í hendi tengdi ljósin og hengdi svo myndina upp undir ljósinu.

Takk

Nafnlaus sagði...

Kristín - mér datt í hug Gunni Lúx. Ertu með númerið hans? Frábært að heyra Völ, gaman að heyra í þér. Hvernig gengur lífið og námið á Akureyri? Kv, Svanur