föstudagur, 28. desember 2007

(Ó)(Í)MYND


Í amstri hversdagsleikans kallarðu mig lækni. Í spegilmynd raunveruleikans er ég í þínum huga hatursmaður.

Hvort er betra á bragðið, appelsínumarmelaði eða aprikósumarmelaði?

Skerðu smjérið ekki við nögl, skerðu lífið ekki við nögl, skerðu vanlíðanina og væntingarnar í garð annarra við nögl. Klipptu neglurnar, skerðu af þér fingurna, biddu bestu vinkonu þína eða besta vin þinn um að höggva af þér hendurnar.

Ekki leita þér hjálpar – ekki banka á dyr nágrannans í þeirri von um að komast inn í líf hans þótt þú vitir mætavel að þar myndu aðeins mæta þér önnur og öðruvísi vandamál sem þú réðir líklega ekkert betur við. Það væri jafnvel verra.

Hringdu bara kollekt út í heim, á flottasta barinn í New York og sjáðu hvort þeir þar vilji ekki bara taka við þér og sýna þér í eitt skipti fyrir öll að það borgar sig ekki og er fyrir neðan þína sjálfsvirðingu að vilja vera einhver annar en þú ert.

2 ummæli:

Hjalti sagði...

Einu sinni gerði fólk tilraunir með appelsínu- og gulrótamarmelaði. Ekki man ég svo glöggt hvort það var á Harry's Bar eða Voru daglegu, en allténd var lítið varið í það.

Nafnlaus sagði...

Frekar skrýtin blanda. En mig rámar í þetta en lagði það þó ekki mér til munns. Held að Valdemar Pálsson myndi nú ekki vilja þetta stöff. Hann er meira í rommsnúðum og sætindum, eins og karl faðir minn. Kv, Svanur