þriðjudagur, 31. júlí 2007

Pælingar 13


It´s Miller Time!

Sjónvarp versnandi fer. Síðastliðið laugardagskvöld á sjónvarpsstöðinni Sirkus, var á dagskrá þáttur sem bar heitið Miller Music Tour 2006. Ég tek það fram að ég horfi sjaldan á Sirkus af þeirri ástæðu að þar er oftast boðið upp á rusl – í besta falli heilalausa afþreyingu sem fær mann til að gleyma sér eitt andartak. En nafnið á þessum þætti vakti forvitni mína - Miller Music Tour 2006. Sá fyrir mér tónleika, en svo var nú ekki.

Þarna var á ferð þáttur um hóp af ungu fólki frá ýmsum löndum sem ferðaðist milli borga í Bandaríkjunum í risastórri flugvél í boði bjórverksmiðjunnar Miller.
Komið var við í New York, þaðan haldið til Miami og síðan til Milwaukee, en þar eru höfuðstöðvar brugghússins. Allir drukku Miller bjór af miklu kappi, voru hamingjusamir og höfðu aldrei upplifað annað eins. Dvalist var á lúxushótelum og þetta voru dagar víns og rósa, nei, ég meina, dagar bjórs og rósa. Og svo voru allir illa svekktir er svallinu lauk, því þá þurfti jú að takast á við afleiðingar neyslunnar og blákaldan veruleikann. Frá því var ekki sýnt.

Hinn ofurfjölhæfi, fyrrum rauðhærði og afar geðprúði fjölmiðlamaður, Ásgeir Kolbeinsson, var fulltrúi okkar Íslendinga í þættinum, ásamt tveimur snótum sem ég hef ekki séð áður og náði ekki nöfnunum á; þau stóðu sig eins og hetjur – skemmtu sér vel og þess var gætt að það kæmi oft fram.

Að horfa á þennan þátt var allt að því súrrelísk upplifun; risastór áfengisauglýsing í formi þáttargerðar í sjónvarpi sem sýna átti fram á hversu dásamlegt lífið væri ef þú myndir nú sturta hraustlega í þig bjór af Miller tegund sem mest og sem oftast. Miklu meira en óbein áfengisauglýsing og eins langt frá því að kallast alvöru þáttargerð og mögulegt er.

Hver þarf RÚV þegar slíkt menningarlegt hnossgæti er borið fram fyrir almenning?

It´s Miller Time!


Víkurfréttir, 1. febrúar 2007

mánudagur, 30. júlí 2007

Höfum kurteisina að leiðarljósi - hún vísar veginn til betra samfélags


Langflestir eru kurteisir. Það vil ég að minnsta kosti meina eftir að hafa starfað sem safnvörður, veiðivörður, bensínafgreiðslumaður og nú bókavörður. Í heildina séð eru miklu, miklu fleiri kurteisir heldur en ekki. Restin getur farið til andskotans!

sunnudagur, 29. júlí 2007

Saga úr sveit I


Hann hnýtti oft og iðulega í samferðarmenn sína. Sagði gjarnan eitthvað á þessa leið: “Hvurn andskotann ert þú að tjá þig um þetta mál, veist andskotann ekki neitt í þinn haus. Ættir bara að andskotast heim til þín.” Honum þótti gaman að mála – það var hans áhugamál og hann gerði það fremur vel. Heilu stofurnar og herbergi eftir herbergi. Átti það til að banka uppá hjá fólki og bjóðast til að mála hjá því, skaffaði málninguna og allt málningardótið og sagði gjarnan eitthvað á þessa leið: “Og ég tek ekkert aukalega fyrir það.” Þetta var ágætur karl en flestum þótti hann heldur leiðinlegur. Löngu síðar átti sonur hans eftir að gera garðinn frægan fyrir það að hanna sviðsmyndina fyrir bresku hljómsveitina Depeche Mode á tónleikaferðalagi þeirra um Norður-Ameríku árið 1992. Ánetjaðist piltur fíkniefnum; Kókaíni, Heróíni, LSD, Mescalíni, Englaryki, Hassi, Grasi, Amfetamíni, Krakki, Poppers, Dvergakasti, Mogadon, Smokkaáti, Metamfetamíni og ýmsu öðru líka. Karlinn var þá dauður en hefði eflaust snúið sér við í gröfinni hafi hann frétt af þessu uppátæki sonar síns.

miðvikudagur, 25. júlí 2007

þriðjudagur, 24. júlí 2007

Saigon... shit; I'm still only in Saigon...

Every time I think I'm gonna wake up back in the jungle. When I was home after my first tour, it was worse. I'd wake up and there'd be nothing. I hardly said a word to my wife, until I said "yes" to a divorce.

föstudagur, 20. júlí 2007

Tónó í dag

Ornette Coleman: Áttu eitthvað með mér?

Starfsmaður: Já, auðvitað. Á ég að finna hvað við eigum með þér?

Ornette Coleman: Nei, blessaður vertu, ég var bara að djóka. Ég fann svo flotta dótabúð hérna í verslunarmiðstöðinni.

Starfsmaður: Í verslunarmiðstöðinni Firði?

Ornette Coleman: Já, einmitt. Ég keypti rosa flottan og góðan plastsaxófón þar. Búin að vera á höttunum lengi eftir slíkum grip.

Starfsmaður: Var hann dýr?

Ornette Coleman: Dýr?

Starfsmaður: Æi, það er allt svo dýrt á Íslandi sé miðað við útlönd.

Ornette Coleman: Það skiptir engu máli. Meira máli finnst mér skipta að Emilía sé hætt í Nylon. Hvað heldurðu að gerist í kjölfarið, leggst söngflokkurinn kannski af?

Starfsmaður: Nei, það held ég ekki. Þær eru með svo góðan umboðsmann. Stóra spurningin er sú hvernig framþróunin verður, hvort stíllinn muni breytast og svo framvegis. Þú gætir kannski hjálpað eitthvað í þeim efnum.

Ornette Coleman: Ég vona að þetta sé rétt hjá þér - að þær hætti ekki. Ég gæti vissulega lagt mitt af mörkum og hef reyndar boðið fram mína aðstoð. Hún var afþökkuð, en Einar var vissulega kurteis. Hann var í London með Garðari Thor þegar ég náði loksins á honum. Hann sagði allt vera planað upp í topp en vildi ekki segja hvað hann meinti með því. Þess vegna spurði ég þig hvort þú héldir að Nylon myndi hætta störfum eður ei.

Starfsmaður: Þetta reddast.

miðvikudagur, 18. júlí 2007

Snorri afi kanína







Snorri afi er góður og ég ætla að hitta hann á morgun. Hann er bara með tvær tennur. Hann er eins og kanína. Hann er eins og skrýtin kanína.


(Höf. Valur Áki, júlí 2007)

laugardagur, 14. júlí 2007

miðvikudagur, 11. júlí 2007

Nemó og Neró


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Hver er besti knattspyrnumaður Íslendinga fyrr og síðar?


Albert Már Steingríms: Enginn einn en þrír fylla úrvalsflokk. Albert Guðmundsson, Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen.


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Rauður eða blár?


Albert Már Steingríms: Blár sem litur, rauður sem pólitík og bleikur er ekki kvennalitur heldur stelpulitur. Kvennalitur er óræður.


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Gætir þú lifað af án síma, sjónvarps og tölvu?


Albert Már Steingríms: Á meðan hjartað dælir blóði. Svarið er já. Svarið er einnig að lífið væri hugsanlega mun athyglisverðara, jafnvel betra ef eitthvað er, án þessara tóla og tækja.


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Kjaftæði kerling.


Albert Már Steingríms: Hvað sagðirðu?


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Ha, nei, ekkert. Vindum okkur í næstu spurningu. Pungsviti eða píkufýla?


Albert Már Steingríms: Ilmurinn af Holtasóley og Æpikertablómi hafa ávallt heillað mig hvað mest.


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Æi, ég var nú bara að meina streit eða gay. En allt í lagi, let´s move on.


Albert Már Steingríms: You Better Move On er eitt af mínum uppáhalds lögum með Stones. En þó fíla ég Can´t You Hear Me Knocking og Gimme Shelter ennþá betur en You Better Move On. Ég var alltaf Keith Richards en samt héldu allir að ég væri Mick Jagger. Hann er drottning en ég er ekki drottning. Smá drottning í mér þó.


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Kettir eða hundar?


Albert Már Steingríms: Kettir. Hundar eru óþolandi til lengdar.


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Uppáhaldslið í enska boltanum?


Albert Már Steingríms: Manchester United. Á Spáni hef ég lengi haldið með Barcelona en ekki liðinu hans Frankós, hommunum í Real Madrid. Annars hafði ég aldrei neitt á móti Frankó.


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Ég var ekkert að spyrja þig um Spán. Bara að lokum, hefurðu keypt þér einkadans?


Albert Már Steingríms: Já, í byrjun nóvember frekar en í lok október, árið 1997. Þetta var á stað sem hét Vegas. Ég var blindfullur, búinn að vera að í meira en þrjá daga. Þessi reynsla bætti miklu við timburmennina sem yfir mig helltust daginn eftir. Hef haldið mig við hommaklám síðan. Með öðru auðvitað líka.


Spyrill Ásbjarnar/Ananasson: Við þökkum Alberti fyrir svörin.

Þú


sunnudagur, 8. júlí 2007

Pælingar 11

Fegurð kuldans

Þessi kuldi. Þessi sem búinn er að gera vart við sig að undanförnu.

Eftir hlýtt haustið hefur kuldinn látið á sér kræla ásamt vindinum en saman geta þeir myndað ógnvænlegt teymi sem nístir merg og bein.
Þá hugsar maður gjarnan eitthvað á þessa leið: “Hvurn fjandann á það að þýða að búa hérna á þessu klakaboxi?”
En andartaki síðar: “Ótrúlegt hvernig forfeðurnir gátu haft það af í þessari veðráttu, þvílíkir naglar að lifa af þegar engir voru kuldagallarnir, engin hitaveitan, ekkert rafmagnið, samgöngur hrikalegar og aldrei megavika.”

Kuldinn kallar á hugsanir sem oft eru andstæður og fá mann til að hata og elska. Kuldinn kallar fram það bláa í sálinni og í þeim lit er að finna fegurð. Dapurleiki og kuldi eru á einhvern hátt skyldir og eru ekki alslæmir. Dapurleikinn kallar fram myndir í huga manns sem einkennast af kvíðablöndnum pensilstrokum og hóflegri litanotkun ásamt þungri undiröldu sem þú vilt ekki að komist upp á yfirborðið; vonast samt stundum til að það gerist.

Kuldinn er það sem við erum – við Íslendingar. Hann hefur haldið í okkur lífinu með því að vera svona sterkur; hefur þannig reynt á okkur með áþreifanlegum hætti. Og við höfum haft betur, eða öllu heldur – forfeður okkar höfðu betur. Sigruðust á kuldanum, vosbúðinni og dapurleikanum óumflýjanlega og sköpuðu okkur það samfélag sem við búum í núna. Og þrátt fyrir ýmsa hnökra er okkar samfélag ekki slæmt miðað við mörg önnur á þessum gjöfula en illa nýtta hnetti.

Við eigum forfeðrum okkar að þakka að vera svona sterk og klikkuð þjóð; að hafa ætlað sér að tóra á þessu landi lengst í hinu dimma norðri þar sem ekkert mannlíf hefði átt að að þrífast er meira en að segja það.

Ég er ánægður með að búa hérna á þessu ljóðræna landi þar sem takast á og kallast á kuldi, vindur, depurð, þrautseigja, kraftur og fegurð. Úr þessu hefur líka skapast skrýtið, lífsglatt og sterkt fólk, sem vill ekkert miðjumoð heldur bara vera öfganna á milli.

Allt kuldanum að þakka.

Víkurfréttir, 23. nóvember 2006