laugardagur, 21. september 2019

Dansaðu

dansaðu í myrkrinu

við dýrið innra með þér

við djöflana sem stytta þér stundir

leyfa þér ekki að fara fyrr en þú ert búinn að gráta á þig gat

í myrkrinu samfleytt í fjóra daga

dansaðu systir

dansaðu kona

við lögin frá öllum tímum

og strákana í öllum litum

Engin ummæli: