miðvikudagur, 28. janúar 2015

Hringlandaháttur

Svalirnar voru staður fyrir erfiðar hugsanir og því reyndi hann að forðast þær. Eitthvað við svalirnar var kunnuglegt og kalt; eitthvað við þær kallaði á minningar af leiðinlegum atvikum; kallaði á lélegar ljósmyndir og það var eitthvað sem hann þoldi mjög illa. En það var gott að fara út á svalirnar og fá sér að reykja og drekka (þá voru svalirnar allt annar staður og með allt aðra merkingu) og spjalla við sjálfan sig eða einhvern annan. En hann þoldi illa hringlátahátt og kastaði aldrei sígarettum fram af svölunum. Það taldi hann einn af sínum stærstu kostum.

Engin ummæli: