föstudagur, 30. janúar 2015

Ljóslausu bílarnir

Sat á rúmstokknum. Saup á vatni. Horfði út um gluggann, annars hugar og fékk á tilfinninguna að allir bílarnir þarna úti væru ljóslausir. Hringlaga verkefnalistinn kallaði á mig; fékk mig til að standa upp og hugsa næsta skref. Þvottahúsið lét illa og vaskurinn í eldhúsinu beið óþolinmóður eftir heitu vatni og sápu. Mig langaði mest að fara að sofa, en fékk mig ekki til þess, ekki frekar en að sinna einhverju af verkefnalistanum. Hélt áfram að horfa út um gluggann. Ég hafði áhyggjur af ljóslausu bílunum.

Engin ummæli: