mánudagur, 26. janúar 2015

Álnavörubúðin

Hressi Bangsi vildi opna álnavörubúð og bað vin sinn Kjartan Tuskubangsa að aðstoða sig við verkið.
Kjartan Tuskubangsi tók vel í beiðnina, en sagðist þó þurfa að hugsa sig aðeins um. Það væri mikið að gera hjá honum næstu dagana, en vel líklegt væri að hann gæti frestað einu verkefninu sem hann væri að vinna að. Það lægi ekki svo mikið á að klára það. Honum fannst hugmynd Hressa Bangsa það góð að hann vildi endilega vinna að framgangi hennar.

Engin ummæli: