mánudagur, 22. ágúst 2011

Kvöldflug: Samtal


S: Hæ. Sendi ég þér póstinn frá kjörklefakúkaranum?

H: Já, mig minnir það. Ertu ekki að meina reiðilesturinn og hótanapistilinn sem hún sendi þér? Ég minnist þess að hafa lesið það, þetta var gott flipp hjá stúlkunni.

S: Já, nokkuð sérstök hugmynd, sem var svo framkvæmd. Hún hefði bara átt að koma opinberlega fram og segja með nokkru þjósti: "Ég er Kjörklefakúkarinn með stóru kái!"

H: Þarna hittir þú naglann á höfuðið. En ég er að flýta mér og verð því að slíta samtalinu núna. Vona að þú fyrirgefir mér það - ég þarf að ná kvöldfluginu.

S: Auðvitað fyrirgef ég þér það, enda ekkert að fyrirgefa. Alltaf gaman að eiga við þig samtal. Ég þarf líka að fara að versla í matinn.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Kom kjörklefakúkarinn svo ekki fram undir nafni að lokum?

Og er þessi mynd tekin á filmu? Er kjörklefakúkarinn á henni?

Svanur Már Snorrason sagði...

Veit ekki hvort hún kom fram undir nafni - þarf að tékka á því. Kjörklefakúkarinn er ekki á myndinni - var vant við látin. En myndin er digital og síðan breytt. Með kveðju,

-sms