
siglt á sjálfinu
ólgusjór
enginn lyf um borð
veiðarfæri löskuð
og þú
sem heldur yfir mér fyrirlestur
um boðorðin tíu
ert sú sem ég get ekki verið án
en verð að sakna í nokkra daga í mánuði
spyrð mig
hvort ég vilji draga andann með þér
ætla að svara á morgun en segi já um leið
framundan háskaleg skemmtisigling
Engin ummæli:
Skrifa ummæli