Mölbrotinn spegill
Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson voru fyrir mína tíð. Rámar í Kristján Eldjárn. Man vel eftir Vigdísi. Og kaus Ólaf Ragnar. Hef síðan þá klórað mér mikið í kollinum og velt fyrir mér frá mörgum hliðum hvers vegna forsetaembættið er yfirhöfuð til hér á landi.
Hef komist að niðurstöðu: Embættið er óþarft. Og það sem meira er – til óþurftar.
Forsetinn er sagður þjóðhöfðingi Íslands. Hann er jú vissulega kosinn af fólkinu í landinu. Öfugt við kónga- og drottningarhyskið sem liggur á mörgum þjóðum eins og mara – samfélagi þeirra til álíka mikillar þurftar og útrásarvíkingarnir og Icesave eru nú íslenska efnahagskerfinu.
En er forsetinn til þess að setja niður plöntur? Er hann til þess að ljá máls á nauðsyn aukinnar málvitundar og mæra landið? Dásama allt sem íslenskt er, hversu vitlaust og vont sem það er? Veit ekki betur en við eigum fullt af góðum garðyrkjumönnum og klárum kennurum. Og heilan haug af ímyndarfræðingum.
Þjóðhöfðingi á að hafa skýrt afmarkað valdsvið og það á að liggja ljóst fyrir hver tilgangurinn er með störfum hans. Við þurfum leiðtoga – ekki kynningarfulltrúa þeirra ríku.
Við þurfum ekki á framlengingu á konungsveldi að halda. Við þurfum enga táknmynd af því sem áður var. Hvað þá ef sú táknmynd kostar fúlgur fjár og skilar litlu öðru til útlendinga en afskræmdri mynd af samfélagi okkar og þegnum þess. Spegillinn er mölbrotinn og almenningur er á fullu að tína upp brotin, með alblóðuga fingur.
Séð og Heyrt (10. tbl. - 2009, 12. - 18. mars)
Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson voru fyrir mína tíð. Rámar í Kristján Eldjárn. Man vel eftir Vigdísi. Og kaus Ólaf Ragnar. Hef síðan þá klórað mér mikið í kollinum og velt fyrir mér frá mörgum hliðum hvers vegna forsetaembættið er yfirhöfuð til hér á landi.
Hef komist að niðurstöðu: Embættið er óþarft. Og það sem meira er – til óþurftar.
Forsetinn er sagður þjóðhöfðingi Íslands. Hann er jú vissulega kosinn af fólkinu í landinu. Öfugt við kónga- og drottningarhyskið sem liggur á mörgum þjóðum eins og mara – samfélagi þeirra til álíka mikillar þurftar og útrásarvíkingarnir og Icesave eru nú íslenska efnahagskerfinu.
En er forsetinn til þess að setja niður plöntur? Er hann til þess að ljá máls á nauðsyn aukinnar málvitundar og mæra landið? Dásama allt sem íslenskt er, hversu vitlaust og vont sem það er? Veit ekki betur en við eigum fullt af góðum garðyrkjumönnum og klárum kennurum. Og heilan haug af ímyndarfræðingum.
Þjóðhöfðingi á að hafa skýrt afmarkað valdsvið og það á að liggja ljóst fyrir hver tilgangurinn er með störfum hans. Við þurfum leiðtoga – ekki kynningarfulltrúa þeirra ríku.
Við þurfum ekki á framlengingu á konungsveldi að halda. Við þurfum enga táknmynd af því sem áður var. Hvað þá ef sú táknmynd kostar fúlgur fjár og skilar litlu öðru til útlendinga en afskræmdri mynd af samfélagi okkar og þegnum þess. Spegillinn er mölbrotinn og almenningur er á fullu að tína upp brotin, með alblóðuga fingur.
Séð og Heyrt (10. tbl. - 2009, 12. - 18. mars)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli