sunnudagur, 22. febrúar 2009
Sanngjarnt?
Uppsagnir eru ömurlegar. Uppsagnir eru því miður algengar í dag. Ýmsum um að kenna. En manni verður flökurt þegar fólki sem er að vinna vel er sagt upp, fólki með ekkert of há laun. Til dæmis á Fréttablaðinu var verið að segja upp reyndum blaðamönnum. Kannski vegna þess að þeir voru á eitthvað hærri launum en aðrir blaðamenn þar, kannski ekki. En af hverju eru ekki ritstjórarnir tveir, Þorsteinn Pálsson og Jón Kaldal reknir? Hef ekki heyrt neinar frægðarsögur af þeim, held að ef þeir myndu hverfa á braut kæmi blaðið áfram út eins og ekkert hefði í skorist. Tveir menn sem eru með samtals um þrjár milljónir króna á mánuði, og gera ekkert merkilegt eða nauðsynlegt fyrir blaðið. Þetta er svo sorglegt; að halda mönnum sem eru bara loftbólur á launum. Svo háum launum að greiða mætti hátt í tug venjulegra blaðamanna laun fyrir vinnu sem þeir mundu að sjálfsögðu inna af hendi samviskusamlega. Skila sínu. Hvað er í gangi? Halda afdönkuðum gaurum við völd og segja upp fullt af góðu fólki - þetta er ekki eðlilegt. Burt með Þorstein og Jón. Ráðið unga og graða ritstjóra sem sætta sig við mun lægri laun, en þó eðlileg, en vinna miklu betur og mun meira. Þessir tveir ritstjórar ættu að skammast sín fyrir að sitja sem fastast á sínum alltof háu launum. Rekandi toppfólk og minnka starfshlutfall annarra blaðamanna. Skítapésar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli