mánudagur, 11. nóvember 2019

Án titils: Eða - Með sólgleraugu á sýningu (verk í eigu listamannsins).

- Ætlarðu virkilega með sólgleraugun á sýninguna spurði unglingsstúlkan föður sinn.
Besta vinkona hennar brosti og kuldinn gerði hvað hann gat til að halda okkur úti.
- Stundum þarf maður að vera með sólgleraugu, og mig langar ekki að taka þau af mér, og einu sinni var í tísku að vera með sólgleraugu á skemmtistöðum svaraði faðirinn um leið og þau gengu inná safnið.
Unglingsstúlkan glotti og hristi höfuðið, leit á vinkonu sína, og svo hlógu þær dátt.
Litla dúllan skipti sér ekkert af samræðum okkar en var áhugasöm um Daffy Duck.
Ég sagði við hana: Þú verður að spyrja listamanninn.

Engin ummæli: