miðvikudagur, 15. maí 2019

Gleði


Á grænum árbakka


gengum við saman
þú og ég

og horfðum

á hvammhólmann

í blátærum árstrengnum.

Uss! sagðir þú

styggðu ekki stokkandarstegginn

fegurstan fugla.

Nú kvakar hann til kollu sinnar

og reisir fjaðrirnar.

Við gripum hvort í annars hönd

og bældum grasið í lautinni.

(Höf. Snorri Jónsson, pabbi, 1928-2016)

Engin ummæli: