fimmtudagur, 16. maí 2019

miðvikudagur, 15. maí 2019

Gleði


Á grænum árbakka


gengum við saman
þú og ég

og horfðum

á hvammhólmann

í blátærum árstrengnum.

Uss! sagðir þú

styggðu ekki stokkandarstegginn

fegurstan fugla.

Nú kvakar hann til kollu sinnar

og reisir fjaðrirnar.

Við gripum hvort í annars hönd

og bældum grasið í lautinni.

(Höf. Snorri Jónsson, pabbi, 1928-2016)

Mynd eftir Ásdísi Erlu Valdórsdóttur


Flottur klettur


mánudagur, 13. maí 2019

mánudagur, 6. maí 2019

Töfrakaffibollinn

Þessi maður var að nálgast áttrætt - hárið mikið og úfið, ekki skítugt - fallega grátt. Þessi maður sem leit út eins og blanda af útigangsmanni og forstjóra af gamla skólanum átti lengi fallegan Kadilakk. Töfrakaffibollinn kallaði maðurinn bílinn. Hann var bónaður 78 sinnum á ári. Keyrður 22 sinnum á ári.