föstudagur, 3. október 2014

Góðu reiðiköstin

Hann var að hugsa um skóparið sem stolið var af honum þegar hann var níu ára gamall, þegar mótorhjól á ofsahraða var nærri búið að keyra á hann. Ef hann hefði ekki hugsað um stolna skóparið á þessari stundu og mótorhjólið hefði ekki næstum því keyrt á hann hefði hann misst af reiðikastinu sem hann fékk nokkrum andartökum síðar. Eitt af því fáa sem þrettán ára drengurinn vissi var að góðir hlutir gerðust alltaf þegar hann fékk reiðikast. Þess vegna teygði hann svarthvíta hönd sína í átt að himni og brosti vegna þess sem myndi gerast næst.

Engin ummæli: