bursta
tennur með bensíni
baka
brauð með hugarafli
og hlusta á rykrauðann jazz
daginn
eftir reima ég á mig ökklahlíf
tek íbúfen og nokkur skot á körfu með slitnu neti
hugsa
til tíma þegar stjórnmálamenn mættu ekki í spurningaþætti
og
á þeirri stundu átta ég mig á að frosin brosin elska að vera
til
en
að það er ekki hægt að bjóða þeim upp í dans frekar en mér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli