fimmtudagur, 19. ágúst 2010

LAGÐI UPP Í ÆVINTÝRAFÖR!


Húsgagnaeigandinn Flísa-Gummi (28):

LAGÐI UPP Í ÆVINTÝRAFÖR!

Í lófa lagið!

Flísa-Gumma hafði frá barnæsku dreymt um að gerast ferðalangur. Nýverið lét hann drauminn rætast.

GAMAN:
"Þetta var skemmtilegt ferðalag."

Upplifun! "Ég var búinn að ganga lengi með þann draum í maganum að gerast ferðalangur, og þegar ég var að verða tuttugu og átta ára gamall ákvað ég að gefa sjálfum mér ferðalag í afmælisgjöf," segir Flísa-Gummi sem hafði fram að því aldrei komið út fyrir heimabæ sinn, Hjálmstorg.

"Það segir í raun allt sem segja þarf," segir Flísa-Gummi og fær sér væna slummu af íslensku neftóbaki og rekur hressilega við:

"Þetta er bara smá sunnanvindur, þú lætur þér ekkert bregða við hann."

En hvert skyldi Flísa-Gummi hafa farið?

"Fyrst, á fimmtudeginum, fór ég til höfuðborgarinnar, í sollinn þar. Svo lá leið til Danmerkur, Kaupmannahafnar, sem er bara risastór sollur. En þaðan lá leið til Potsdam í Þýskalandi, en þar skoðaði ég stríðsminjasafn, og það var alveg frábært. Ég var svo kominn heim í heiðardalinn á mánudagskvöldið - úrvinda af þreytu en hlaðinn reynslu og afar ánægður með upplifunina af mínu fyrsta alvöru ferðalagi."

TEXTI: BS
MYND: JUSTIN

Engin ummæli: