fimmtudagur, 1. apríl 2010

E & L


Embó: Viltu labba með mér yfir götuna?

Labandó: Já, ef græni kallinn er í stuði.

Embó: Það er eins og það séu óvenju margar holur í malbikinu.

Labandó: Nei, og svo er líka búið að hækka verðið á bökunarpappír.

Embó: Tvisvar í þessari viku varð ég vitni að því að bíldekk sprakk.

Labandó: Uppáhaldsleikarinn minn heitir Hilmir Snær, svo finnst mér Pétur Einarsson mjög góður.

Embó: Jæja, þá erum við komnir yfir götuna.

Labandó: Hvenær er maður kominn yfir götu?

Embó: Heyrirðu í bjöllunni? Frímínúturnar eru búnar. Allir inn að læra.

Labandó: Mér fannst alltaf skemmtilegast að borða hálft fransbrauð og drekka kók í gleri og fara svo í tíma.

Embó: Einu sinn sá ég mann hjóla inn í jarðgöng.

Labandó: Manstu?, það var ég.

Embó: Hjólaðir þú inn í jarðgöng.

Labandó: Nei. Aldrei.

Embó: Það hefur þá verið einhver annar.

Labandó: Já.

Embó: Þetta er ágætt, á meðan kuldinn er ekki minni.

Engin ummæli: